Upphitun: KA - Leiknir

Þriðjudaginn næstkomandi, nánar tiltekið 28.Júlí taka KA-menn á móti Leikni R. Leikurinn verður háður á Akureyrarvelli, aðalvelli KA og hefst hann kl 19:15.



Síðast þegar liðin mættust, í maí síðastliðnum enduðu leikar með 0-0 jafntefli. Þegar KA-menn tóku síðast á móti Leikni, völtuðu þeir hreinlega yfir þá og settu 6 mörk í mark Leiknis gegn engu, þar sem Dínó og Almarr Ormars skoruðu 2 mörk hvort.

Leiknir R.
Síðan Leiknir komst uppí 1.deild árið 2005 hefur liðið alltaf verið í miðjuhnoði og ekki endað ofar en 6.sæti, engin breyting virðist ætla að verða á því, því liðið situr nú í 9 sæti og blasir fallbaráttan við. Leiknismenn geta komið skemmtilega á óvart og spilað flottan fótbolta, til að mynda tóku þeir topplið Selfoss 4-0 fyrr í sumar, en liðið vantar allann stöðuleika og það er aldrei hægt að reikna út hvernig þeir mæta til leiks. Fyrirliðar og þjálfarar í fyrstu deild spáðu Leikni 9.sæti í deildinni þetta árið

Leiknir varð fyrir mikilli blóðtöku í vetur þegar liðið missti fyrirliðan Vigfús Arnar sem fór í Fjölni og framherjann Jakob Spangsberg sem hafði verið þeirra lang skæðasti leikmaður undanfarinn tímabil.

KA
Þessa stundina sitja KA-menn í 5.sæti aðeins 3 stigum frá 2.sætinu.  KA hafa núna tapað 3 af síðustu 4 leikjum og verður liðið að fara að girða sig í brók og spila eins og fyrr á tímabilinu. Ekki er langt síða KA var með lang fæst mörkin fengin á sig, en í síðustu leikjum hefur vörnin ekki alveg verið að spila sínu bestu leiki og er vonandi að þeir fari að detta í gírinn.

Í síðustu viku fengu KA menn skelfilegar fréttir þegar varnarmaðurinn sterki Norbert Farkas fór í skoðun fyrir sunnan og kom það í ljós að krossband er slitið hjá kappanum og verið hann því ekki meira með á tímabilinu sem eru slæmar fréttir fyrir KA. Og þá er Túfa í banni og missir því af leiknum.

14. umferð
þri. 28. júl. 09 18:30 ÍR - Þór ÍR-völlur
þri. 28. júl. 09 20:00 Víkingur R. - Selfoss Víkingsvöllur
þri. 28. júl. 09 20:00 ÍA - Fjarðabyggð Akranesvöllur
þri. 28. júl. 09 20:00 Haukar - Afturelding Ásvellir

Dómari leiksins verður Halldór Breiðfjörð og honum til aðstoðar verða þeir Eðvarð Eðvarsson og Bjarni Hrannar Héðinsson

-Jóhann Már