Upphitun: KA - Selfoss

Í dag, föstudag, leika KA-menn sinn annan heimaleik á tímabilinu en þann fyrsta á Akureyrarvellinum þegar Selfyssingar sem eru í öðru sæti deildarinnar koma í heimsókn. Leikurinn hefst kl. 19:15 en Vinir Sagga og aðrir stuðningsmenn ætla að hittast á Allanum kl. 18:00.

Selfoss:
Selfyssingum var spáð 6. sæti deildarinnar í spá fyrirliða og þjálfara á Fótbolta.net. Eftir tvær umferðir af mótinu eru Selfyssingar með fullt hús stiga en liðið vann fyrsta leik sinn óvænt gegn Víkingi Reykjavík á útivelli. Í síðasta leik mætti liðið Leikni R. og bar 4 - 2 sigur úr bítum. Það er því greinilegt að liðið er á hörku siglingu þessa dagana og til alls líklegt í sumar.

Þjálfari þeirra er Zoran Miljkovic en hann tók við liðinu um miðjan júní í fyrra og kom því í 1. deildina eftir 14 ára fjarveru. Zoran var öflugur leikmaður og varð meðal annars íslandsmeistari með ÍA og ÍBV. H

elstu styrkleikar liðsins er sóknin. En þeir eru með hin baneitraða markaskorara Sævar Þór Gíslason innanborðs. Einnig hefur liðið að skipa stórum leikmannahóp. En þeir fengu Arnar Þór Úlfarsson á láni frá Fylki út tímabilið fyrir skemmstu og ætti hann að nýtast þeim vel. Veikleikar liðsins eru varnalína liðsins en hún hefur verið óstöðug á undirbúningstímabilinu og liðið hefur ekki verið að klára leikina nægilega vel.

Lykilmenn: Sævar Þór Gíslason, Henning Eyþór Jónasson og Dusan Ivkovic.

Byrjun Selfyssinga í deildinni:
18. maí Selfoss 4 - 2 Leiknir R. Sævar Þór 2, Andri Freyr Björnsson, Henning Eyþór.
12. maí Víkingur R. 2 - 3 Selfoss Agnar Bragi Magnússon, Sævar Þór Gíslason 2.



KA:

Liðið hefur ekki byrjað nægilega vel en mótið er langt og miklu meira en nóg eftir af því. Leikurinn í kvöld er afar mikilvægur upp á framhaldið að gera en sigur í kvöld gæti gefið liðinu meira sjálfstraust og aukinn drifkraft. Það þarf einfaldlega að klára alla heimaleiki ef vel ætlar að vegna hjá liðinu í sumar. Mikill stuðningur var frá áhorfendum á fyrsta heimaleik og stóðu þeir svo sannarlega fyrir sínu og gott betur.

Almarr verður í banni í kvöld og verður það líka í næsta heimaleik gegn Haukum. En aðrir leikmenn ættu allir að vera tilbúnir í slaginn.

Byrjun KA-manna í deildinni:
18. maí Víkingur R. 3 - 1 KA Dean Martin
12. maí KA 2 - 2 Fjarðabyggð Arnar Már, Steinn G.


KA - Selfoss, Akureyrarvöllur - 19:15, föstudaginn 23. maí

Stuðningsmannafélagið Vinir Sagga
ætlar að hittast á Allanum kl. 18.00 fyrir leikinn og hita upp en þar verða tilboð á veitingum og fleiri. Þeir vonast eftir sem flestum KA-mönnum, gulum og bláum þangað en þaðan verður haldið á Akureyrarvöllinn.

Heimasíðan vill síðan óska Siguróla Magna Sigurðssyni, formanni Vinir Sagga innilega til hamingju með daginn. Vonandi að KA liðið gefi honum sigur í afmælisgjöf.

Dómari: Leiknir Ágústsson
Aðstoðardómarar: Jan Eric Jessen og Bjarni Hrannar Héðinsson
Eftirlitsmaður: Magnús Jónatansson

Aðrir leikir í þriðju umferð:
 
föstudagurinn 23. maí -
ÍBV - Stjarnan
 Haukar - Víkingur R.

laugardagurinn 24. maí -
Njarðvík - Fjarðabyggð
KS/Leiftur - Víkingur Ó.
Leiknir R. - Þór

- aðalsteinn halldórsson