Þá er komið að næstsíðasta heimaleik okkar manna í sumar og það er stórleikur gegn erkifjendunum í Þór. Leikurinn
hefst kl. 18:00 og fer auðvitað fram á Akureyrarvellinum.
Fyrir leik verður grill fyrir gesti og gangandi í boði Goða, Kristjáns Bakarís og

Ölgerðarinnar við inngang Akureyrarvallar og
verða Vinir Sagga að sjálfsögðu á staðnum.
Það þarf ekkert að taka það fram að það er algjör skyldumæting á þennan leik fyrir alla KA-menn stadda fyrir norðan og vonandi
sjáum við sem flesta gula og bláa í stúkunni á morgun!
Fyrri leikurinn milli þessara liða endaði með dramatískum 1-0 sigri KA-manna þar sem Arnar Már skoraði sigurmarkið í uppbótartíma
við mikinn fögnuð KA-manna í miklu vatnsveðri.
Þór:
Þórsarar eru í 8. sæti í deildinni, sex stigum á undan Njarðvík sem er
í ellefta sætinu. Þór hefur ekki staðið undir væntingum á þessu tímabili og eiga þeir meira að segja enn möguleika á
því að falla.
Markahæsti leikmaður þeirra er fyrrum KA-maðurinn Hreinn Hringsson en fréttir úr herbúðum þeirra fyrr í vikunni hermdu að mikið
væri um meiðsl í Þórsliðinu fyrir leikinn.
Síðustu leikir Þór:
Þór 0 - 3 Víkingur R. |
|
Fjarðabyggð 2 - 2 Þór. |
Sjálfsmark, Aleksandar Linta |
Þór 2 - 1 Víkingur Ó. |
Einar Sigþórsson 2 |
Stjarnan 1 - 1 Þór |
Hreinn Hringsson |
Þór 2 - 3 Selfoss |
Hreinn Hringsson(víti), Ármann Pétur Ævarsson |
KA:
Liðið er í fjórða sæti í deildinni með 29 stig eftir nítján umferðir en Haukar fylgja fast á eftir með 27 stig.
KA hefur gengið ágætlega á heimavelli og unnið fimm leiki, þrjú jafntefli og eitt tap. Þessir nágrannaslagir hafa alltaf verið skemmtilegustu
leikirnir á tímabilinu og vonandi verður þessi leikur engin undantekning.
Haukur Heiðar og Andri Fannar koma aftur inn í hópinn eftir að hafa verið erlendis þegar liðið lék gegn Leikni.
Liðið er búið að fá tíu stig úr síðustu fjórum leikjum sem verður að teljast fínn árangur miðað við
þrjá útileiki og heimaleik gegn toppliðinu og vonandi að það sama verði uppi á teningnum annaðkvöld.
Síðustu leikir KA-manna:
16. ágúst |
Leiknir R. 2 - 3 KA |
Andri Júlíusson 2, Norbert Farkas |
12. ágúst |
KA 2 - 1 ÍBV |
Elmar Dan, Steinn Gunnarsson |
7. ágúst |
KS/Leiftur 0 - 0 KA |
|
29. júlí |
Haukar 0 - 1 KA |
Arnar Már |
21. júlí |
Selfoss 2 - 1 KA |
Andri Fannar |
KA - Þór, Akureyrarvöllur - 18:00, miðvikudaginn 3. september
Dómari: Eyjólfur M Kristinsson
Aðstoðadómarar: Einar Sigurðsson og Marinó Steinn Þorsteinsson
Eftirlitsmaður: Grétar Guðmundsson
Aðri Leikir í 19. Umferð
Miðvikudagur 3. sept.
Haukar - Leiknir R.
Víkingur R. - Stjarnan
Selfoss - KS/Leiftur
Laugardagur 6. sept.
Fjarðabyggð - Víkingur Ó.
- Jakob Hafsteinsson