Upphitun: KA - Þór

Á morgun, föstudaginn 15. mars fer fram nágrannaslagur af bestu gerð þegar KA og Þór mætast á Akureyrarvelli í annari umferð Íslandsmótsins klukkan 19:15.
Vinir Sagga ætla að hita upp fyrir leikinn og hittast á DJ Grill klukkan 17:00. Tilboð verður á veitingum.

Síðustu viðureignir liðanna í deildinni:
3.september 2008-KA 1-3 Þór-Andri Júlíusson
29.júní 2008-Þór 0-1 KA-Arnar Már Guðjónsson
16.júlí 2007-KA 1-0 Þór-Elmar Dan Sigþórsson
28.september 2007-Þór 2-1 KA-Aleksandar Linta 18.Júlí
2006-Þór 0-4 KA-Hreinn Hringsson 3, Almarr Ormarsson

KA:
KA mönnum er spáð 4.sæti af fyrirliðum og þjálfurum í deildinni á fotbolti.net, sama sæti og liðið endaði í fyrra. Í vetur enduðu KA menn í öðru sæti áSoccerade mótinu og enduðu þeir með fjögur stig í lengjubikarnum og þau komu í sigri gegn Aftureldingu og jafntefli gegn Þór í boganum.

Það hafa verið töluverðar breytingar í herbúðum KA manna frá því á síðasta tímabili. Andri Júlíusson er farinn aftur til ÍA eftir að hafa verið á lánssamningi út síðasta tímabil og Elmar Dan er farinn til Noregs vegna atvinnu sem honum bauðst. Gyula Horvarth snéri aftur til Ungverjalands og svo var ákveðið að semja ekki við Janez Vrenko. Arnór Egill yfirgaf einnig herbúðir KA og hélt til Fjarðarbyggðs. Til liðsins fengu KA-menn þrjá bræður frá Völsungi, þá Guðmund Óla Steingrímsson, Hallgrím Mar Steingrímsson og Sveinbjörn Má Steingrímsson. Guðmundur Óli hóf síðasta tímabil hjá KA en fór síðan til Völsungs en er kominn aftur. Einnig fengu KA-menn Bjarna Pálmason frá Hvöt en Bjarni var áður hjá KA. Svo voru KA-menn nýverið að semja við ungverska sóknarmanninn David Disztl.

KA liðið er skipað nokkrum ungum leikmönnum í bland við eldri reyndari kappa. Liðið getur á góðum degi unnið hvaða lið sem er í deildinni og ætti að geta blandað sér í baráttuna um sæti í Pepsi-deildinni að ári. Í fyrsta leiknum á Íslandsmótinu um síðustu helgi fóru KA menn til Selfossar og tóku á móti heimamönnum í leik sem lauk með 1-1 jafntefli þar sem Steinn Gunnarsson kom KA-mönnum yfir. Sigur gegn Þór á morgun myndi ekki aðeins gefa KA þrjú mikilvæg stig, heldur enn meiri sjálfstraust og vilja í næstkomandi verkefnum. Það verður barist um hvern einasta bolta eins og alltaf í svona leikjum, þar sem dagsformið skiptir máli.

Þór:
Þórsurum var spáð 7.sæti af fyrirliðum og þjálfurum í deildinni á fotbolti.net, en liðið lauk keppni í 8.sæti á síðasta tímabili. Liðið sigraði Soccerade mótið í vetur og enduðu með fimm stig í Lengjubikarnum og þau komu í sigri gegn Aftureldingu og jaftefli gegn KA og Breiðablik.

Töluverðar breytingar hafa átt sér stað í leikmannahópi Þórs frá því á síðasta tímabili. Hlynur Birgisson hætti hjá Þór og gerðist spilandi þjálfari hjá 3.deildar liðinu Draupni, og þá hafa þeir Kristján Sigurólason, Gunnar Líndal, Shaun Webb og Khumba Mbangha allir yfirgefið liðið. Hinsvegar hefur Óðinn Árnason gengið aftur til liðs við Þórs en hann var þar allan tíman í yngri flokkunum og tvö tímabil í meistaraflokk og verður hann vafalaust mikill styrkur fyrir Þórsara. Gamli KA maðurinn Sveinn Elías Jónsson skrifaði einnig undir samning við Þór og þá framlengdi Linta sem er líka gamall KA maður, samning sinn við Þór. Atli Már Rúnarsson markmaður er kominn frá Magna og einnig þeir Björn Hákon Sveinsson frá Völsungi sem er einnig markmaður og síðan gekk Eiríkur Páll Aðalsteinsson til liðs við Þór frá Magna.

Þórs liðið er frekar óútreiknanlegt og aldrei að vita hvað þeir bjóða upp á. Í fyrstu umferðinni um síðustu helgi gerðu þeir sér lítið fyrir og sigruðu ÍA sem er spáð sigri í þessari deild, 3-0 mjög sannfærandi. Þórsarar eru líkt eins og KA menn, með nokkra spennandi unga leikmenn í bland við reyndar og eldri menn. Fyrst til að byrja með munu Þórsarar spila leiki sína á Akureyrarvellinum og færa sig svo yfir á Þórs völlinn þar sem þeir eru að reisa nýjan völl.

Lárus Orri þjálfari Þórs er farinn af stað með sitt fjórða tímabil með liðið.
Það má búast við mikilli spennu bæði innan sem utan vallar.
Lykilmenn: Óðinn Árnason, Atli Jens Albertsson og Hreinn Hringsson.

KA - Þór, Akureyrarvöllur - 19:15 föstudagskvöld!

Dómari: Valgeir Valgeirsson
Aðstoðardómarar: Jóhann Gunnar Guðmundsson og Þórður Már Gylfason
Eftirlitsmaður: Grétar Guðmundsson

- Aksentije Milisic