Upphitun: KA - Víkingur Ó. - Frítt inn fyrir alla!

Á laugardaginn næstkomandi fá KA lið Víkings Ólafsvík í heimsókn á Akureyrarvöllinn. Þetta er síðasti leikur á þessu tímabili og hvetjum við alla KA-menn að skella sér á leikinn sem hefst klukkan 14:00. KA stuðningsmenn ætla að hittast á Allanum klukkan 12:45. Það er frítt inn fyrir alla og vonandi að sem flestir sjái sér fært um að mæta á þennan síðasta leik sumarsins.

Fyrri leikur þessara liða á Ólafsvík endaði með 2-1 sigri Víkings þar sem þeir skoruðu sigurmarkið á lokamínútunum í miklum rok og rigningarleik. Almarr Ormarsson skoraði mark KA en KA-menn komust yfir í þeim leik.

Víkingur Ó:
Víkingar eru í níunda sæti deildarinnar með 24 stig, fimm stigum á eftir KA. Með sigri gætu þeir endað í sjötta sæti fari önnur úrslit þeim í hag. Þeir hafa ekki mikið að keppa um enda alveg sloppnir við fall og vilja ólmir enda sem hæst uppi í deildinni.

Markahæsti leikmaður þeirra er Josip Marosevic með fimm mörk. Víkingar hafa ekki verið góðir upp við markið í sumar en þeir hafa skorað næstfæst mörk í deildinni, aðeins KS/Leiftur hafa skorað færri. En á hinn bóginn eru
þeir í fjórða sæti yfir lið sem hafa fengið á sig fæst mörk í deildinni.

Þjálfari þeirra er Ejub Purisevic en hann hefur verið við stjórnvölin frá árinu 2002 hjá Víkingi Ólafsvík.

Í síðustu fimm leikjum hjá þeim hafa þeir unnið einn, gert tvö jafntefli og tapað tveimur.

KA:
KA eru í 4. sæti með 29 stig fyrir lokaumferðina. Á eftir þeim eru Haukar með 28 stig. Sigur hjá KA myndi gulltryggja fjórða sætið í deildinni en jafntefli og tap gæti líka dugað fari úrslit í leiknum hjá Haukum KA í hag.

Hjá KA verða tveir í banni. Markahæsti leikmaðurinn hjá KA á þessu tímabili, Arnar Már Guðjónsson og Andri Júlíusson verða í leikbanni en hinsvegar kemur Elmar Dan aftur inn eftir leikbann.

Í síðustu fimm leikjum hjá KA hafa þeir unnið tvo, gert eitt jafntefli og tapað tveimur. KA hafa tapað aðeins tveimur leikjum á heimavelli í sumar gegn Þór og svo Stjörnunni.

KA - Víkingur Ólafsvík, Akureyrarvelli - 14:00, laugardaginn 20.september

Dómari: Marinó Steinn Þorsteinsson 
Aðstoðardómari 1: Jan Eric Jessen 
Aðstoðardómari 2: Bergsteinn Helgi Helgason
Eftirlitsmaður: Páll Albert Magnússon 

Aðrir leikir í lokaumferðinni:
KS/Leiftur - Leiknir R.    
Njarðvík - Þór   
Víkingur R. - Fjarðabyggð      
Haukar - Stjarnan      
Selfoss - ÍBV

-Aksentije Milisic