Upphitun: KA - Víkingur R.

Í kvöld mætast KA og Víkingur R. á flottum Akureyrarvellinum. Leikurinn hefst kl 19:15 og ætla Vinir Sagga að hita upp á Allanum kl. 18:00 og þeir hvetja á alla KA-stuðningsmenn til að mæta þangað og syngja nokkra góða söngva áður en rölt er saman á völlinn!

Víkingur R.
Víkingum hefur ekki gengið jafn vel og búist var við. Liðinu var spáð beinustu leið upp í úrvalsdeild og það án teljandi vandræða. Hins vegar eru þeir sem stendur í 5. sæti með 17 stig, tveimur meira en KA.

Fyrri leikur liðanna í sumar endaði 3-1 fyrir Víkingum þar sem Almarr fékk að líta rauða spjaldið snemma í seinni hálfleik. Nokkrum dögum seinna tilkynntu Víkingar að Sinisa Kekic, einn af betri leikmönnum deildarinnar, væri hættur að leika með liðinu. Sinisa gekk fyrir skömmu til liðs við HK og spilaði sinn fyrsta leik fyrir þá í gærkvöldi. Aðeins 2 dögum seinna meiddist lykilmaður þeirra Gunnar Kristjánsson í nokkrar vikur og virtist þá allt vera á niðurleið.

Eftir það hafa þeir verið í basli en þó hafa þeir náð að næla sér í stig en þó ekki eins og búist var við. Á góðum degi er þetta Víkings lið feiknasterkt og það verður ekki auðvelt fyrir KA menn að ná í stig í þessum leik.

KA:
KA hafa ekki unnið leik síðan gegn Þór 27. júní og síðan þá hafa farið fram þrírleikir. Tap gegn Stjörnunni var gríðarlega svekkjandi þar sem Stjarnan skoraði á 93. mínútu rétt eftir að dæmt hafi verið mark af KA. Eftir það kom tap í Ólafsvík gegn Víkingum einnig með sigurmarki á 90. mínútu. Síðan núna á fimmtudaginn fóru KA menn austur og spiluðu gegn Fjarðarbyggð og komu heim með aðeins 1 stig eftir að hafa jafnað á 90. mínútu.
Það má svo ekki gleyma að markið gegn Þór kom einnig í uppbótartíma.

Það hefur því margt gerst á lokamínútunum í síðustu leikjum og verða því KA menn að vera með einbeitinguna í 90 mínútur og þær aukamínutur sem dómarinn bætir við.

KA - Víkingur R, Akureyrarvöllur - 19:15 - mánudaginn 21. júlí

Dómari:
Þóroddur Hjaltalín Jr.
Aðstoðardómarar: Eðvarð Eðvarðsson og Kristján Sigurðsson.
Eftirlitsmaður: Grétar Guðmundsson

Aðrir leikir í þrettándu umferð:
fimmtudaginn 24. júlí -
ÍBV - Þór
Leiknir - Selfoss
Njarðvík - Víkingur Ó

föstudaginn 25. júlí -
KS/Leiftur - Stjarnan

sunnudaginn 27. júlí -
 
Haukar - Fjarðabyggð

- davíð rúnar bjarnason