Upphitun: KA – Selfoss

Laugardaginn næst komandi verður sannkallaður stórleikur á Akureyrarvelli þegar KA tekur á móti toppliði Selfoss. Leikurinn byrjar kl 14:00 og eru allir KA menn, gamlir sem ungir hvattir til að mæta og styðja liðið í þessum mjög mikilvæga leik.


Liðin mættust í fyrsta leik íslandsmótsins á Selfoss og skildu þau þá jöfn 1-1. Síðan Selfoss kom uppí fyrstu deild fyrir 2 árum hafa liðin mæst 3 sinnum,
Á Akureyrarvelli 2008 lokatölur 2-2,  Mörk KA: Guðmundur Óli, Norbert Farkas
Á Selfoss 2008 lokatölur 2-1,  Mark KA: Andri Fannar

Alls hafa liðin mæst 12 sinnum, og hafa KA unnið 7, 3 jafntefli og Selfoss unnið 2.

Akureyrarvöllur
Samkvæmt worldstadiums.com tekur völlurinn ca. 2000 manns þar af 500 manns í sæti, og nú er völlurinn óformlega orðinn heimavöllur KA þar sem Þórsarar eru komnir með sinn eigin völl, og ætlar KA sér að nota völlinn undir leiki 2, 3 og 4 flokks félagsins. Áætlað var að þetta yrði síðasta sumar KA á vellinum en vegna ýmissa vandræða sem komu upp í þjóðfélaginu í vetur og var framkvæmdum á KA-svæðinu slegið í frest um óákveðin tíma,

Selfoss
Selfyssingar hafa komið svolítið á óvart á leiktíðinni, eftir að þeim hafi verið spáð 5 sæti af fyrirliðum og þjálfurum situr liðið á toppnum með 6 stiga forskot á Hauka í 2 sæti. Þeir hafa spilað skemmtilegan bolta oft á köflum, og mikinn sóknarbolta.
Þeirra aðal sóknarmaður, gamla brýnið Sævar Þór Gíslason er búinn að vera sjóðandi heitur að undaförnu, eftir að hafa byrjað frekar rólega og er kappinn nú markahæstur í deildinni með 12 mörk, Eftir leik Selfoss við skagann á þriðjudaginn barst þeim mikill liðsstyrkur þegar framherjinn góð kunni Hjörtur Júlíus Hjartarson gekk til liðs við þá frá Þrótti R.

Leikmenn sem ber að varast
Sævar Þór Gíslason, Hjört Hjartarson, Guðmundur og Ingólf Þórarinssyni

Þjálfarinn
Gunnlaugur Jónsson er vel þekktur í fótboltanum á Íslandi og hefur spilað með ÍA og KR hérlendis en einnig spilað með liði eins og Motherwell í skotlandi, Gunnlaugur hefur tvisvar orðið Íslandsmeistari með skaganum, 1998 og 2001 einnig hefur hann orðið 3 bikarmeistari, 2000, 2003 og svo 2008 með KR.  Árið 2001 var Gunnlaugur valinn leikmaður ársins í efstudeild.
Gunnlaugur tók við liði Selfoss síðasta haust, ásamt því að stýra liðinu spilar hann með þeim og er líkt og vanalega kletturinn í vörninni.

KA
Eftir 2 stigalausa leiki í röð í deildinni og markatöluna 1-4, verða KA menn að rífa sig upp af rassgatinu og fara að spila sama bolta og fyrir 3 vikum. Varnarleikur liðsins er ekki búinn að vera jafn traustur eins og í byrjun tímabil, og ekki er það betra að Norbert Farkas spilar líklega ekki meira með á tímabilinu vegna meiðsla.
Þessa stundina sitja KA í 5 sæti deildarinnar með 17 stig, eða 9 stigum á eftir Selfoss, KA fengu gullið tækifæri til að skjóta sér uppí annað sætið á þriðjudaginn gegn HK en slæmur seinni hálfleikur gerði það að verkum að liðið féll niður um eitt sæti.
Miðvikudaginn síðastliðinn var opnað fyrir félagsskipta gluggann en ekki má búast við miklum breytingum á KA liðinu, sem er með næga breidd og fullt af ungum leikmönnum til að koma inn, þó það kæmi ekkert á óvart ef einn til tveir leikmenn yrði keyptir eða fengnir að láni.

Lykilmenn
Matus Sandor
Í jafn mikilvægum leik og þessum er gott að vera með besta markmann deildarinnar aftast á vellinum, og vitandi það að ungverjinn stígur vart feil spor.

Þórður Arnar
Í fjarveru Sandor Foritz  hefur Þórður Arnar heldur betur stigið upp og spilað eins og herforingi, þar sem Nobbi er meiddur mun Þórður væntanlega leiða vörnina.

David Disztl
Nú reynir á að ungverjinn skori, hann hefur verið mjög góður að undanförnu og skorað mikið, og ef hann spilar sinn besta leik er enginn vafi á því að hann gæti strítt Gunnlaugi Jóns og kollegum hans í vörn Selfoss.

Aðrir Leikir í 13 umferð.
fös. 17. júl.  20:00 Víkingur Ó. - Víkingur R.  Ólafsvíkurvöllur
fös. 17. júl.  20:00 Haukar - Leiknir  R. Ásvellir
fös. 17. júl.  20:00 ÍR - HK  ÍR-völlur
lau. 18. júl.  14:00 Afturelding - Fjarðabyggð   Varmárvöllur
lau. 18. júl.  16:00 ÍA - Þór  Akranesvöllur

Dómari leiksins verðu Þóroddur Hjaltalín og aðstoðarmenn hans verða þeir Viðar Helgason og Gylfi Már Sigurðsson

-Jóhann Már Kristinsson