Upphitun: KA vs ÍA

Laugardaginn næst komandi taka KA menn á móti Skagamönnum í vægast sagt áhugaverðum leik, leikurinn fer fram á Akureyrarvelli og hefst hann stundvígslega kl 16:00, og eru allir KA menn, litlir sem stóri, ungir sem gamlir hvattir til að mæta á völlinn og gera sér glaðan dag.

 

Það er nú ekki á hverjum degi sem KA taka á móti Skaganum en það hefur einungis 10 sinnum gerst frá árinu 1978, Síðast þegar Skagamenn heimsótti Akureyrarvöll voru KA-menn stðasettir í úrvalsdeild  en það var árið 2002. En það blés ekki byrlega fyrir KA menn þá en Skaginn hirti öll þrjú stiginn með 5-0 stór sigri,  Byrjunarlið KA var þannig skipað

 

 

Liðin hafa nú þegar mæst einu sinni á þessari leiktíð og var það 21.júní síðastliðinn en þá skildu liðin jöfn 1-1 í frábærum knattspyrnu leik, Arnar Már Kom KA yfir á 7 mínútu, en Arnar Gunnlaugsson jafnaði fyrir ÍA á 20 mín, umfjöllunina í heild sinni má lesa hér, http://fotbolti.net/fullStory.php?id=77508

 

 

Tölfræði:

Liðin hafa alls mæst 10 sinnum í öllum keppnum á Akureyrarvelli og hafa Skagamenn vinningin en þeir hafa unnið 5 af þessum 10, KA unnið 3 og 2 leikir hafa endað með jafntefli.

Þegar litið er á markatölu liðana útúr þessum 10 viðureignum er hún nokkuð áhugaverð en KA menn hafa aðeins skorað 8 mörk í þessum 10 leikjum á móti 22 mörkum Skagans.

 

ÍA

Það má segja það að Skaginn hefur ekki riðið feitum hesti frá því að liðið féll niðrí 1.deild fyrir um það bil ári síðan og var það eitt mesta áfall sem Skaginn hefur orðið fyrir í áratugi enda er liðið eitt það sigursælasta í sögu íslenskrar Knattspyrnu og hefur félagið alið frá sér marga frábæra leikmenn, td, Grétar Rafn Steinsson(Bolton), Jóhannes Karl Guðjónsson(Burnley) og Albert Guðmundsson( spilaði með Arsenal) en Þessir leikmenn eru aðeins lítill dropi í leikmanna hafi Skagans og væri hægt að halda endalaust áfram að telja upp úrvals leikmenn úr þeirra röðum,

Flestir bjuggust nú við því að bræðurnir Arnar og Bjarki Gunnlaugssynir myndu stýra liðinu rakleiðis upp í efstu deild, en raunin hefur orðið önnur, liðið byrjaði á því að tapa 3-0 fyrir Þórsorum hér fyrir norðan en flestir áttu von á því að þetta myndi bara styrkja liðið en raunin varð allt önnur, liði átti í töluverðum vandræðum sem enduðu svo á því að Arnar og Bjarki hættu með liðið, og þá tók fyrverandi markvörður KA, Þórður Þórðarsson við liðinu en sú breyting gerði nákvæmlega ekkert fyrir liðið og hélt það áfram á sama reki, og nú eftir 17 leiki situr liðið í 10.sæti með 18 stig aðeins 3 stigum frá fallsæti, og er sæti í 1.deildinni að ári langt frá því að vera öruggt.

Frá síðasta leik ÍA við KA er liðið lítið breytt en þó aðal breytingin er sú að Arnar og Bjarki eru horfnir á braut.

 

KA

Það er orðið ljóst að úrvalsdeildar sæti er runnið úr greipum KA, þó það sé en tölfræðilega mögulegt er mjög ólíklegt að bæði Haukar og HK misstígi sig all svaðalega, en KA er ekki þekkt fyrir það gefast upp og er það deginum ljósara að það verður engin breyting þar á í þetta sinn, strákarnir munu berjast alveg þangað til það verður tölfræðilega ómögulegt að komast upp.

Liðið situr sem stendur í 5. Sæti með 26 stig eða 8 stigum frá 2.sæti, þegar 15 stig eru eftir í pottinum. Í fyrsta sinn í mörg ár eru KA menn nú með mann í topp 3 yfir markahæstu leikmenn og er það að sjálfsögðu sóknarmaðurinn David Disztl eða gúllasið eins og nokkrir ágætir kusu að kallan þegar hann var ný kominn, það er alveg ljóst að David hefur verið alger happa fengur fyrir KA enda markaskorari af guðs náð.

Guðmundur Óli snýr aftur í hópinn eftir að hafa tekið út leikbann, en þá er en óljóst með þáttöku Túfa það sem eftir lifir tímabils.

Líklekt Byrjunarlið:


18. umferð

fös. 21. ágú. 09 18:30 Selfoss - Leiknir R. Selfossvöllur

fös. 21. ágú. 09 18:30 ÍR - Haukar ÍR-völlur    

fös. 21. ágú. 09 18:30 Víkingur R. - Afturelding Víkingsvöllur

lau. 22. ágú. 09 14:00 HK - Fjarðabyggð Kópavogsvöllur

lau. 22. ágú. 09 16:00 Víkingur Ó. - Þór Ólafsvíkurvöllur

 

Dómari leiksins verður Leiknir Ágústsson og Honum til aðstoðar verða Eðvarð Eðvarðsson og Kristján Tryggvi Sigurðsson

Leikurinn hefst eins og fyrr segir kl 16:00 á Laugardaginn,


-Jóhann Már Kristinsson