Þetta verður 9 heimsókn Víkings norður frá 2005 en í þessum 8 leikjum sem liðið hefur spilað hér hafa þeir aðeins náð að landa einum sigri og náð einu jafntefli, og gaman er að segja frá því að báðir þessi leikir voru gegn félögum okkar í 603. En KA hafa mætt Víking 8 sinnum bæði heima og að heiman og hafa KA menn landað 3 stigum í 6 af þessum 8 leikjum, af þessum 8 leikjum hafa 3 þeirra verið háðir á Akureyrarvelli og hafa KA menn unnið þá alla. Stærsta Tap KA gegn Víking kom tímabilið 2007 á ólafsvíkurvelli þegar heimamenn unnu 6-0, en stærstu sigrar KA á Víking komu 2005 og svo nú í fyrri leik liðanna í Júní síðastliðnum, en báðum þessum leikjum lauk með 0-3 sigri KA.
Í leik liðanna í Júní, vann KA eins og fyrr segir 0-3, leikurinn var spilaður í flottu veðri á Ólafsvíkurvelli, það var hinn ástkæri sóknarmaður KA David Disztl sem skoraði 2 mörk KA en Sandor Forizs sem kom inná sem varamaður skoraði 1 mark, eftir þennan sigur KA sat liðið í 3 sæti deildarinnar og aðeins búnir að fá á sig tvö mörk í 8 leikjum.
Víkingur Ólafsvík
Það virðist fátt geta bjargað Víkingum frá falli að þessu sinni en liði situr í neðsta sæti deildarinnar með 11 stig og eru
10 stigum frá því að bjarga sér og er það því ljóst að liðið verður að vinna rest því aðeins 12 stig
eru eftir í pottinum, Ólafsvíkingar gerðu okkur KA mönnum mikinn greiða þegar þeir tóku Þórsara 2-0 í Ólafsvík
því ef Þórsara hefðu unnið þann leik hefðu þeir komist upp fyrir KA í deildinni, svo virðist sem Víkingar séu að taka
við sér því í leiknum á undan náðu þeir í stig með markalausu jafntefli gegn ÍA á skaganum. Útivallar gengi
liðsins er vægast sagt hræðilegt þetta tímabil en liðið hefur spilað 9 útileiki og tapað 7 þeirra, náð 1 jafntefli og
aðeins unnið 1.
Fyrirliðar og þjálfarar spáðu Víkingum 12 sæti og lýtur því allt út fyrir að sú spá rætist,
Styrkleikar:Heimavöllurinn hefur verið mikil gryfja fyrir Ólafsvíkinga undanfarin ár og gríðarlega mikilvægt fyrir þá að svo
verði áfram. Liðið fékk 19 af 24 stigum sínum í fyrra á heimavelli. Varnarleikurinn hefur verið aðalsmerki liðsins undanfarin ár en
lykilmaður varnarinnar er Dalibor Nedic. Fyrir aftan vörnina er vítabaninn Einar Hjörleifsson sem er klárlega í hópi sterkustu markvarða
deildarinnar.
Veikleikar:Lykilmenn eru farnir frá liðinu. Breiddin í leikmannahópnum er lítil sem engin og liðið má alls ekki við neinum skakkaföllum.
Sóknarleikurinn hefur verið höfuðverkur og liðið lítið skorað á tímabilinu
Lykilmenn: Einar Hjörleifsson, Dalibor Nedic, Hermann Geir Þórsson.
KA
Nú er það endanlega orðið ljóst að KA spilar í 1.deild að ári, en liðið tapaði fyrir skaganum 0-1 í síðustu
umferð og var það bana bitinn, þó svo KA hafi verið mun betri í þeim leik þá eru skagamenn stórhættulegir í
skyndisóknum og þeir nýttu sér eina slíka frábærlega undir lokinn og kláruðu leikinn. Fróðlegt verður að sjá
hvernig Dínó þjálfari spilar úr þessum 4 leikjum sem eftir eru, hvort ungir strákar fái tækifæri til að sanna sig eða hvort
spilað verður með sama lið áfram og reynt að ná eins ofarlega í töfluna eins og möguleiki er, þó svo KA hafi ekki að miklu að
keppa þá er það alveg lá markið að enda fyrir ofan erkifjendurna í Þór, en félagarnir í 603 hafa náð að minnka
forskot KA niður í 2 stig.
Ekki verður mikið um forföll hjá KA, en ljóst er að David Disztl sé forfallaður sökum 6 gulra spjalda á tímabilinu, en ennþá er óljóst með þátttöku Túfa.
19.Umferð
fös. 28. ágú. 09 18:30 Haukar - Víkingur R. Ásvellir
fös. 28. ágú. 09 18:30 ÍA - ÍR Akranesvöllur
fös. 28. ágú. 09 18:30 Afturelding - HK Varmárvöllur
lau. 29. ágú. 09 14:00 Leiknir R. - Þór Leiknisvöllur
lau. 29. ágú. 09 14:00 Fjarðabyggð - Selfoss Eskifjarðarvöllur
Dómari leiksins verður enginn annar en Valgeir Valgeirsson og honum til aðstoðar verður allavega Bjarni Hrannar Héðinsson en ekki var búið að setja
annan aðstoðardómara á leikinn þegar upphitunin var í vinnslu
-Jóhann Már Kristinsson