Upphitun: KS/Leiftur - KA

Í dag fer KA í erfiðan útileik gegn KS/Leiftri. Leikurinn fer fram á Siglufjarðarvelli og hefst klukkan 19.00. Allir KA menn eru eindregið hvattir til að fara á Siglufjörð og styðja við bakið á liðinu.

KS/Leiftur:
Liðið situr í neðsta sæti með 10 stig eftir 16 leiki. KS/Leiftur hafa unnið einnleik gert sjö jafntefli og tapað átta leikjum. KS/Leiftri hefur ekki tekist að nýta heimleiki sýna sem skildi og hafa aðeins fengið fimm stig á heimavelli í allt sumar. En hinsvegar er liðið ósigrað á Siglufirði. En liðið skiptist á að spila heimaleiki sína á Ólafsfirði og Siglufirði og enn hefur engum tekist að fara með sigur af hólmi á Siglufirði. Eini sigurleikur liðsins í sumar var gegn Njarðvík á útivelli og var hann þann 22. júní.
Markahæsti leikmaður KS/Leifturs það sem af er sumri er Agnar Þór Sveinsson en hann hefur skorað fjögur mörk af fimmtán mörkum liðsins. KS/Leiftur þarf nauðsynlega á sigri að halda til þess að eiga möguleika á að halda áfram í þeirri baráttu um halda liðinu uppi.

KA:
Liðið hefur unnið tvo síðustu leiki situr í fimmta sæti aðeins tveimur stigum á eftir Haukum sem eru í því fjórða. Í síðasta leik spilaði liðið ekki nægilega vel en þó dugði það til sigurs sem eru greinilega merki um styrkleika liðsins. Í sigri á móti Haukum í þar síðustu umferð er vonandi að “útivallargrýlan” hafi verið felld og fleiri stig komi af útivöllum.
Arnar Már er markahæstur í liðinu með fimm mörk en hann hefur verið iðinn við kolann upp á síðkastið og er vonandi að hann haldi uppteknum hætti í dag. Janez Vrenko verður ekki með í dag vegna leikbanns.

KS/Leiftur - KA, Siglufjarðarvöllur - 19:00, föstudaginn 15. ágúst

Dómari: Kristinn Jakobsson
Aðstoðardómarar: Bjarni Hrannar Héðinsson og Jan Eric Jessen
Eftirlitsmaður: Rúnar Steingrímsson

Aðrir leikir í 17. umferð:
föstudaginn 15. ágúst
Njarðvík - Haukar
Stjarnan - Selfoss

laugardaginn 16. ágúst
Þór - Víkingur Ó.
Leiknir R. - Fjarðabyggð
ÍBV - Víkingur R.

- Aðalsteinn Halldórsson