Á morgun, föstudaginn 6.júní, munu KA-menn leggja leið sína til Njarðvíkur og spila þar við heimamenn í 5.umferð 1.deildarinnar.
Njarðvík:
Njarðvíkurmönnum var ekki spáð góðu gengi í sumar en þeim var spáð 11.sæti og þar af leiðandi fallsæti af
þjálfurum og fyrirliðum. Þeir eru sem stendur í 11. sæti með eitt jafntefli sem kom gegn Stjörnunni í fyrstu umferð og eru aðeins
búnir að skora eitt mark í fyrstu fjórum leikjunum. Njarðvík fékk vægan skell í 32-liða úrslitum VISA-bikarsins á
mánudaginn en

þeir töpuðu
gegn 3.deildar liði KB 0-2 á heimavelli. Það er alltaf erfitt að mæta liðum eftir að þau hafa tapað illa því þá þurfa
þau svo sannarlega að rífa sig upp og það væri ekki slæmt fyrir þá að byrja á því gegn okkar mönnum.
Njarðvík missti mikið af sterkum leikmönnum frá því á síðasta ári og byggir liðið mikið á ungum og óreyndum
leikmönnum. Þó eru í liðinu miklir reynsluboltar eins og hinn 39 ára gamli Gestur Gylfason og fyrirliðinn Guðni Erlendsson. Meðal þeirra
leikmanna sem þeir misstu var markvörðurinn Albert Sævarsson til ÍBV en við tók hinn 19 ára gamli Ingvar Jónsson sem hefur verið að spila
með U-19 ára landsliði Íslands og er góðkunnur nokkrum KA mönnum en hann dvaldi hér og æfði einn vetur.
Gengi Njarðvíkinga:
3. júní |
Njarðvík 0 - 2 KB |
|
29.maí |
Víkingur R. 3 - 0 Njarðvík |
|
24. maí |
Njarðvík 1 - 5 Fjarðabyggð |
Jón Haukur Haraldsson |
18. maí |
Víkingur Ó. 1 - 0 Njarðvík |
|
12. maí |
Njarðvík 0 - 0 Stjarnan |
|
KA:
KA menn unnu góðan sigur á Hauka mönnum í síðustu umferð í deildinni en þeir tóku svo á móti Magna á
þriðjudaginn í VISA-bikarnum og fóru með frekar auðveldan sigur af hólmi 0-3. Þó sigurinn hafi verið góður þá meiddist
Arnar Már og er alls óvíst að hann verði með á morgun. Þá er Ingi Freyr búinn að vera tæpur vegna meiðsla. Hjalti Már
fékk svo rautt gegn Magna og er því í banni á morgun og verður gaman að sjá hvernig Dínó leysir vinstri bakvarðarstöðuna
því hún gæti orðið erfið ef Ingi verður ekki orðinn heill heilsu.
Gengi KA-manna:
3. júní |
Magni 0 - 3 KA |
Norbert 2, Arnar M. |
30. maí |
KA 2 - 1 Haukar |
Guðmundur Óli og Þórður Arnar. |
23. maí |
KA 2 - 2 Selfoss |
Guðmundur Óli og Norbert |
18. maí |
Víkingur R. 3 - 1 KA |
Dean Martin |
12. maí |
KA 2 - 2 Fjarðabyggð |
Arnar M., Steinn G. |
Njarðvík - KA, föstudaginn 6. júní 20:00 - Njarðvíkurvelli
Dómari: Guðmundur Ársæll Guðmundsson
Aðstoðardómarar: Einar Sigurðsson, Ársæll Óskar Steinmóðsson
Eftirlitsmaður: Sigurður G. Friðjónsson
Aðrir leikir í fimmtu umferð:
föstudaginn 6. júní -
ÍBV - Fjarðabyggð
Þór - Stjarnan
Haukar - Selfoss
Leiknir R. - Víkingur Ó.
KS/Leiftutr - Víkingur R.
- davíð rúnar bjarnason