Upphitun: Selfoss - KA

Í kvöld mætast Selfoss og KA á Selfossvelli en leikurinn hefst kl. 19:00 og er vonandi að KA-menn nái að koma sér á sigurbrautina í kvöld.

Selfoss
Selfyssingar eru sem stendur í 2. sæti deildarinn með 28 stig, 6 stigum á eftir ÍBV og 4 stigum meira en Stjarnan. Þeir hafa skorað flest mörk eða 32 og hefur Sævar Þór Gíslason skorað þau flest eða 10, en hann er einnig markahæstur í deildinni. Selfyssingum hefur gengið vel að skora mörk en hafa hins vegar fengið á sig 18, einu meira en KA menn.    

Selfoss var spáð 6. sæti fyrir tímabilið en þeir hafa aldeilis staðið fram úr væntingum og eiga mikla möguleika á að komast upp í Landsbankadeild og þar með upp um deild tvö ár í röð sem verður að teljast ansi gott.

KA
Liðið gerði jafntefli í síðasta leik gegn Víkingum R. og var það Gyula sem sitt fyrsta mark og er það vonandi það sem koma skal. Í síðustu viku eða degi eftir leikinn gegn Víkingum fengum við svo slæmar fréttir þegar Almarr var keyptur til Landsbankadeildar liðsins Fram og hitta þar frænda sinn og fyrrverandi þjálfara og leikmann KA, Þorvald Örlygsson. Það verður erfitt að fylla upp í skarð Almarrs en það kemur maður í manns stað og er ég viss um að sá sem kemur inn mun standa sig.

Túfa verður í banni eftir að hafa fengið fjögur gul spjöld og þá er Ingi Freyr tlpur. Með sigri gæti KA komist í efri hluta deildarinnar en það hefur þó ekki gengið nógu vel á útivelli. Aðeins eitt stig hefur komið utan Akureyrar en þrjú stig komu gegn Þór í útileik.


Selfoss - KA, þriðjudaginn 29. júlí - Selfossvöllur, 19:00

Dómari: Hans Kristján Scheving
Aðstoðardómarar: Smári Stefánsson og Viðar Helgason
Eftirlitsmaður: Arnar S. Guðlaugsson

- davíð rúnar bjarnason