Síðasta viðureign liðanna var háð 10.Júlí síðast liðinn á Víkingsvelli, leiknum lauk með 1-0 sigri Víkinga.
Víkíngur R.
Víkingar hafa valdið mikklum vonbrigðum síðustu 2 tímabil, eftir að hafa fallið úr úrvalsdeild fyrir 2 árum hefur liðið verið í eilífu basli í 1.deildinni, stefnan var sett beint upp eftir fallið en það er ekki alveg að ná að ganga eftir, Þjálfarinn Leifur Garðarsson var fenginn síðasta haust, til þess eins að stýra liðinu beint upp aftur, en þessi fyrrum þjálfari Fylkis hefur eitthvað misskilið þau skilaboð, því líklegra er að liðið færi niður en upp. þessa stundina situr liðið í 10 sæti með 23 stig, en er þó ekki lengur í fall hættu.
KA
Seinni hlutinn á tímabilinu hefur verið mikið á milli tannana á fólki, og hafa menn verið mis gagnrýnir á gengi liðsins, KA mönnum gekk mjög vel fram að leik í Visa-bikarnum gegn Val, en sá leikur tapaðist 3-2 eftir framlengingu, og var KA hrósað á hátstert fyrir frammistöðu sína í þeim leik, en eftir það kom tap hrina og töpuðust 5 af 6 leikjum. En ennþá geta KA náð því sæti sem þeim var spáð, 4.sætinu. en mikilvægt verður að vinna næsta leik, því ekki yrði það verulega vinsælt að sjá liðið norðan Gleránnar sigla frammúr á lokasprettinum en aðeins 1 stig skilur liðinn að.
21. umferð
lau. 12. sep. 09 14:00 Fjarðabyggð - Leiknir R. Eskifjarðarvöllur Dómarar
lau. 12. sep. 09 14:00 Haukar - Selfoss Ásvellir Dómarar
lau. 12. sep. 09 14:00 ÍR - Víkingur Ó. ÍR-völlur Dómarar
lau. 12. sep. 09 14:00 Afturelding - Þór Varmárvöllur Dómarar
lau. 12. sep. 09 14:00 ÍA - HK Akranesvöllur Dómarar
Dómari leiksins verður hinn ágæti Magnús Jón Björgvinsson og honum til aðstoðar verða Bjarni Hrannar Héðinsson og Bryngeir Valdimarsson
-Jóhann Már Kristinsson