Á morgun fer fram nágrannaslagur af bestu gerð þegar KA og Þór mætast á Akureyrarvelli. Leikurinn hefst klukkan 19.15 og er heimaleikur
Þórs. Vinir Sagga ætla að hita upp fyrir leikinn á Allanum kl. 17.30.
Síðustu viðureignir liðanna:
4. maí '08 |
Þór 6 - 7 KA (Vító) |
Oliver Jaeger, Andri Fannar (víti) |
14. febrúar '08 |
Þór 0 - 2 KA |
Almarr, Steinn |
28. september '07 |
Þór 2 - 1 KA |
Aleksandar Linta |
16. júlí '07 |
KA 1 - 0 Þór |
Elmar Dan |
11. júní '07 |
Þór 1 - 0 KA |
|
Þór 6 - 7 KA (vító)
Spilaður var miningarleikur til heiðurs fyrrverandi formann Þórs, Guðmund Sigurbjörnsson. Staðan eftir venjulegan leiktíma var 2 - 2 og því var
gripið til þess ráðs að fara í vítaspyrnukeppni til knjúa fram úrslit leiksins. Þetta var sannkallaður vítaleikur
því í venjulegum leiktíma voru einmitt dæmdar þrj

ár vítaspyrnur. KA hafði betur í vítaspyrnukeppninni 7 - 6 þar sem Steinþór
Auðunsson var hetja okkar manna. Þetta var síðasti leikur beggja liða fyrir íslandsmótið.
Þór 0 - 2 KA
Liðið sem myndi sigra þennan leik yrði Powerademeistarar 2008. Svo einfalt var það og svo fór að KA hafði betur en Almarr Ormarrsson kom okkar mönnum
yfir á 57. mínútu og það var svo Steinn Gunnarsson sem innsiglaði sigurinn á 77. mínútu eftir að hafa sloppið einn í gegn og
leikið á markvörð Þórsara. Kristján Sigurólasson fékk síðan að líta rauða spjaldið undir lok leiks eftir að
hafa fengið sitt annað gula spjald.
Þór 2 - 1 KA
Þetta var lokaleikur síðasta sumars. KA var búið að bjarga sér frá falli og Þór var að sigla lygnan sjó í 7. sæti.
Því var leikurinn aðeins upp á stoltið. En úr varð bráðskemmtilegur leikur sem hefði alveg geta dottið báðu megin. Svo fór
að Þórsarar höfðu betur að þessu sinni. Mörk þeirra skoruðu Ingi Hrannar Heimisson og Matthías Örn Friðriksson en mark KA
skoraði Aleksandar Linta sem leikur einmitt með Þór núna.
KA 1 - 0 Þór
Þetta var aðeins annar sigurleikur KA á tímabilinu. Eftir að hafa gengið skelfilega í undanförnum leikjum þá rifu leikmenn KA sig upp og
innbyrtu þrjú afar mikilvæg stig. Sem töldu mikið þegar upp var staðið. Eina mark leiksins skoraði fyrirliðin Elmar Dan Sigþórsson
með skalla eftir aukspyrnu frá Hjalta Má rétt hjá hornfánanum.
Þór 1 - 0 KA
Þetta var leikur í þriðju umferð VISA-bikarsins. Þetta var fyrsti leikurinn hjá Pétri og Sandori með liðið eftir að Milo var sagt upp
störfum. Margt var um mannin á vellinum og voru hátt í þúsund manns á leiknum. Leikurinn var ekta nágrannaslagur, mikið um baráttu og
fátt um fína drætti. Eina mark leiksins skoraði Ármann Pétur Ævarsson á 73. mínútu þegar hann tók frákast af skoti
frá Pétri Heiðar Kristjánssyni. Þáttöku KA var þar með lokið í bikarnum það árið en Þórsarar komust
í 16-liða úrslit þar sem liðið steinlá á heimavelli fyrir Fylki 4 – 1.
- Aðalsteinn Halldórsson