Á morgun fer fram nágrannaslagur af bestu gerð þegar KA og Þór mætast á Akureyrarvelli. Leikurinn hefst klukkan 19.15 og er heimaleikur
Þórs. Vinir Sagga ætla að hita upp fyrir leikinn á Allanum kl. 17.30.
Þór:
Þórsarar eru sem stendur í 8. sæti deildarinnar og hefur gengi þeirra verið misjafnt. Þrjá leiki hafa þeir sigrað og tapað fimm.
Liðið datt úr 32-liða úrslitum á dögunum líkt og KA. En þeir þurftu að lúta í gras fyrir íslandsmeisturum Vals
á heimavelli. En Valur skoraði sigurmarkið á lokaandartökum leiksins sem

verður að teljast gott hjá
Þórsurum að halda í við íslandsmeistarana sjálfa. Fyrirliði þeirra og fyrverandi leikmaður KA, Hreinn Hringsson er markahæsti
leikmaður þeirra og mikil burðarrás í liði þeirra. Aleksandar Linta og Ibra Jagne hafa einnig verið að spila ágætlega og skorað tvö
mörk hvor. Fyrir stuttu sendu Þórsarar Belmondo Khumba Mbangha heim en hann þótti ekki hafa staðið undir væntingum. Þór eru líkt og KA
með marga unga leikmenn innann sinna banda en þó í bland við eldri og reyndari leikmenn.
Þjálfari þeirra er Lárus Orri Sigurðsson. Hann var atvinnumaður í Englandi í mörg ár og á yfir 40 landsleiki fyrir Ísland
að baki. Hann hefur þjálfað lið Þórs síðastliðin þrjú ár. Honum til aðstoðar er Páll Viðar
Gíslason.
Undanfarnir leikir:
Víkingur R. 2 - 1 Þór |
Hreinn H. |
Þór 0 - 1 Valur |
|
Þór 1 - 0 Fjarðabyggð |
Aleksandar Linta |
Víkingur Ó. 2 - 1 Þór |
Hreinn H. |
Þór 0 - 3 Stjarnan |
|
KA:
Með sigrinum á Leikni í síðustu umferð lyfti liðið sér í 5. sæti en aðeins þrjú stig skilja liðin í fimmta og
níunda sæti að. Því er mikilvægt að missa ekki dampinn í næstu leikjum heldur bæta í. Seinni hálfleikurinn gegn Leikni var
einn sá besti

sem liðið hefur spilað í langan tíma og var virkilega ánægjulegt að sjá
leikgleðina og baráttu andann í liðinu. Ef að sú spilamennska gefur liðinu ekki sjálfstraust þá veit ég ekki hvað gerir
það. Á morgun verður áræðanlega mikið um hörku og barist um hvern einasta bolta. Í svona leikjum er það aðeins dagsformið sem
ræður úrslitum. Almarr er núna búinn að opna markareikning sinn og býst ég ekki við öðru en að hann fari að raða inn
mörkum eins og honum einum er lagið.
Undanfarnir leikir:
22. júní |
KA 6 - 0 Leiknir R. |
Guðmundur, Andri, Dean 2, Almarr 2 |
19. júní |
Breiðablik 1 - 0 KA |
|
14. júní |
ÍBV 1 - 0 KA |
|
10. júní |
KA 2 - 1 KS/Leiftur |
Ingi Freyr, Magnús Blö. |
6. júní |
Njarðvík 1 - 0 KA |
|
Leikmenn sem hafa leikið með báðum liðum og eru enn að:
• Aleksandar Linta
Lék með KA á árunum 2006 - 2007 og á að baki 32 leiki í deild og bikar. Hann skoraði 3 mörk fyrir KA. Gekk í vetur til liðs við
Þór og hefur spilað alla leiki liðsins í sumar og skorað tvö mörk.
• Ibra Jagne
Kom til liðs við Þór fyrir sumarið 2004 og lék með þeim út sumarið 2006. Á þeim tíma lék hann 53 leiki fyrir
liðið og skoraði 18 mörk. Fyrir tímabilið 2007 gekk hann til liðs við KA og lék 19 leik án þess þó að skora. Hann snéri
síðan aftur til Þórs fyrir þetta tímabil og hefur spilað alla leiki liðsins og skorað tvö mörk.
• Hreinn Hringsson
Er uppalinn Þórsari en gekk til liðs við KA árið 2000 eftir að hafa leikið með annsi mörgum liðum. Á þeim tíma sem hann
spilaði með KA lék hann 130 leiki og skoraði 65 mörk. Hann snéri síðan aftur til Þórs síðasta sumar og hefur spilað 35 leiki og
skorað 17 mörk.
• Árni Kristinn Skaftason
Hann kom til KA frá BÍ árið 1999 og lék 23 leiki fyrir KA en var síðan varamarkvörður í nokkur ár þangað til að hann
gekk til liðs við Leiftur/Dalvík þar sem hann lék eitt sumar áður en hann kom til Þórs. Hann hefur leikið 36 leiki fyrir Þór
frá því að hann kom árið 2006.
• Þórður Arnar Þórðarson
Gekk til liðs við KA síðasta sumar eftir að hafa leikið með Þór upp yngri flokkana. Hann á að baki 21 leik fyrir Þór. En hefur
leikið 14 leiki fyrir KA og skorað eitt mark.
Þór - KA , Akureyrarvöllur - 19:15, föstudaginn 27. júní
Dómari: Kristinn Jakobsson
Aðstoðardómarar: Sigurður Óli Þórleifsson og Bjarni Hrannar Héðinsson
Eftirlitsmaður: Rúnar Guðlaugsson
Aðrir leikir í níundu umferð:
föstudagurinn 27. júní
ÍBV - Njarðvík
Stjarnan - Víkingur R.
Leiknir R. – Haukar
laugardagurinn 28. júní
Víkingur Ó. - Fjarðabyggð
KS/Leiftur - Selfoss
- Aðalsteinn Halldórsson