Á morgun munu KA-menn leggja leið sína til Ólafsvíkur og spila gegn Ólafsvíkingum en leikurinn hefst kl. 16:00. Skemmst er að minnast leiksins
í fyrra á Ólafsvíkurvelli sem fór 6-0 fyrir heimamönnum en strákarnir eru staðráðnir í að hefna þeirra ófara
núna!
Víkingur Ó.
Víkingur Ó er sem stendur í 10. sæti með 10 stig. Þeir hafa unnið tvo leiki, gegn Þór og Njarðvík, en hafa hins vegar gert fjögur
jafntefli. Víking var spáð 10. sæti en liðið byggir mikið á erlendum leikmönnum. Í dag fengu Víkings menn góðan liðstyrk
þegar fyrrverandi fyrirliði þeirra, Elínbergur Sveinsson, kom til baka frá Leikni R. Hann getur hins v

egar ekki leikið gegn KA mönnum á morgun
því félagsskiptaglugginn opnar ekki fyrr en á þriðjudaginn næsta. Alfreð Elías Jóhansson fékk rautt gegn Víking
Reykjavík í síðasta leik og verður því í leikbanni gegn okkar mönnum.
Ólafsvíkurvöllur er mikil gryfja og verður erfitt að heimsækja hann á morgun. Víkingur fengu 15 af 20 stigum sínum í fyrra á
heimavelli og hafa báðir sigrarnir komið þar í sumar. Víkingar hafa átt erfitt með að skora mörk og eru þeir búnir að skora
langfæst mörkin í fyrstu deildinni eða aðeins sex, þrjú þeirra hefur Brynjar Víðisson skorað.
KA
KA er með 14 stig í 6. sæti, hafa skorað 16 mörk en fengið á sig 12. Guðmundur Óli og Dean Martin hafa báðir skorað þrjú
mörk, Almarr og Arnar Már tvö og nokkrir hafa svo skorað eitt mark. Einu stigin á útivelli komu í gegn Þórsurum og það á
Akureyrarvelli. Gengi KA á útivöllum hefur ekki verið gott en það hefur hins vegar gengið vel hér heima. Það er vonandi að annar
útisigurinn í röð komi á morgun og liðið komi sér þá í góða stöðu í efri hluta deildarinnar.
- davíð rúnar bjarnason