Úr leik liðanna í fyrra á Ólafsvík í úrhellisrigningu og strekkingsvindi
Á morgun, laugardaginn 27. júní fara okkar menn til Ólafsvíkur þar sem þeir etja kappi við Víking Ólafsvík. Leikurinn
verður spilaður á Ólafsvíkurvelli og á hann að hefjast kl 16:00
Síðasta ferð KA manna á Ólafsvík var miður glæsileg, en heimamenn náðu að innbyrða 2-1 sigur þar sem markið kom í
uppbótartíma í mígandi rigningu og roki.
Víkingur Ólafsvík:
Víkingar hafa verið í ströggli í deildinni undan farin ár og endað til að mynda í 10.sæti síðustu 2 tímabil. Fyrir
tveim árum vann liðið einn sinn stærsta sigur frá stofnun liðsins er þeir tóku KA – menn 6-0 á Ólafsvíkurvelli,
Þessa stundina sitja Víkingar á botni deildarinnar með 6 stig, en afar þéttur kjarni er að myndast við miðju niður að botni deildarinnar en
Víkingar eru sem fyrr segir með 6 stig en Þórsarar, Afturelding, og leiknir R eru einnig með 6 stig og þar fyrir ofan eru ÍA og Víkingur R með 8
stig. Þannig það stefnir allt í spennandi baráttu á botninum en fyrirliðar og þjálfarar í 1.deild spáðu víkingum
neðsta sætinu.Heimavöllurinn liðsins hefur verið mikil gryfja fyrir Ólafsvíkinga undanfarin ár, til að mynda fékk liðið 19 af 24 stigum
sínum í fyrra á heimavelli.
Síðustu 2 leikir Víkinga hafa verið hérna á okkar eigin heimavelli, en þó gegn Þórsurum, fyrri leikurinn var spilaður á
miðvikudaginn í síðustu viku og var hann liður í 32-liða úrlistum Visa Bikarsins og lyktaði þeim leik með 3-1 sigri þórsara,
í seinni leiknum bættu Víkingar um betur og skoruðu marki meira en þeim leik lauk 3-2 fyrir Þór.
Víkingar hafa orðið fyrir nokkrum áföllum frá í fyrra en flestir þeirra sterkustu útlendingar yfirgáfu liðið í vetur,
en þeirra sterkasti leikmaður Dalibor Nedic heldur en tryggð við félagið en hann hefur haldið uppi vörninni hjá Víkingum í nokkur ár,
markmaður liðsins Einar Hjörleifssson er gríðarlega tryggur og góður á milli stanganna og er tvímælalaust einn af betri markvörðum
deildarinnar en hann er líkt og Matus Sandor mikill vítabani
KA:
KA sitja þessa stundina í 6 sæti, en eins og í botnbaráttunni er að myndast þéttur pakki á toppnum, en KA eru aðeins 2 stigum frá 2
sætinu og því er hvert stig mikilvægt á þessum tíma til að hellast ekki úr lestinni. Í síðustu viku sóttu KA menn
Skagamenn heim, en leiknum lyktaði með 1-1 jafntefli í mjög hröðum leik, Það var Arnar már sem opnaði markareikning sinn þetta sumarið
á 7. mínútu en það var svo gamla brýnið Arnar Gunnlaugsson sem jafnaði á 20 mínútu, það verður nú að
teljast gott að ná einu stigi af skaganum en það er alveg ljóst að ÍA er að komast í gang, og þegar þeir eru komnir á skrið,
eru fá lið sem standast þeim snúninginn.
KA er að hrökkva í gang hvað markaskorun varðar en eftir frekar mikla þurrka fram á við í fyrstu leikjunum, hefur til að mynda David Disztl komist
á bragðið og eru það góðar fréttir, einnig er mikið ánægju efni að markahæsti leikmaður síðasta tímabil
Arnar Már sé kominn á blað.
Dómari leiksins verður Halldór Breiðfjörð Jóhannsson og honum til aðstoðar verða þeir Þórður Már Gylfason og
Guðmundur Valgeirsson.
- Jóhann Már Kristinsson