Upphitun: Víkingur R. - KA

Á morgun, sunnudaginn 18. maí, verður leikin heil umferð í 1. deild karla. KA mætir liði Víkings Reykjavíkur og verður leikurinn í Víkinni klukkan 16:00.

Síðustu fimm viðureignir liðanna:
17. mars 2007 Deildarbikarinn KA 0 - 3 Víkingur R.
19. mars 2006 Deildarbikarinn Víkingur R. 4 - 1 KA Hreinn Hringsson
18. ágúst 2005 1. deild KA 1 - 1 Víkingur R. Jón Gunnar Eysteinsson
16. júní 2005 1. deild Víkingur R. 0 - 2 KA Jóhann Helgason, Jóhann Þórhallsson
18. júlí 2004 Landsbankadeild KA 0 - 2 Víkingur R.


Víkingur R:
Víkingum var spáð efsta sæti deildarinnar í spá fyrirliða og þjálfara á Fótbolta.net. Í fyrstu umferð mætti liðið Selfoss á heimavelli og fóru leikar þannig að Selfoss bar sigur úr bítum 2-3 eftir mikla dramatík undir lokin.

Töluverðar breytingar hafa orðið á leikmannahópi Víkinga síðan á síðasta tímabili þegar liðið hafnaði í neðsta sæti Landsbankadeildarinnar. Nýr þjálfari tók við hjá þeim fyrir þetta tímabil og heitir hann Jesper Tollefsen. Hann stýrði Leikni Reykjavík við góðan orðstír seinni hluta síðasta sumars.

Margir sparkspekingar spá því að Víkingar fari beinustu leið upp án teljandi vandræða. En það eru gömul sannindi að frammistaðan inn á vellinum sjálfum er það sem skilar liðum árangri og verða Víkingar að hafa virkilega fyrir því ef liðið ætlar sér upp aftur. Helstu styrkleikar Víkings eru sterk vörn og hættulegar skyndisóknir og spilar gamli refurinn Sinisa Kekic stóran þátt í þeim en hann er kláralega einn af betri leikmönnum deildarinnar.

Lykilmenn: Sinisa Kekic, Gunnar Kristjánsson og Ingvar Þór Kale.

Síðustu fimm leikir Víkinga:
12. maí Víkingur R. 2 - 3 Selfoss
6. maí ÍA 2 - 1 Víkingur R.
18. apríl Afturelding 4 - 3 Víkingur R.
12. apríl Víkingur R. 4 - 2 Þór
6. apríl Breiðablik 1 - 0 Víkingur R.


KA:
Í fyrstu umferð gerði liðið 2-2 jafntefli við Fjarðabyggð á heimavelli sem var viss vonbrigði í ljósi þess að KA var mun sterka aðilinn í leiknum. KA-liðið virkar í hörku formi og virðast þrekæfingar hjá Dínó og Steina vera að skila sýnu því liðið spilaði hraðann og skemmtilegan sóknarbolta gegn Fjarðabyggð.

Nýju leikmennirnir voru að koma ágætlega út. Vörnin var hinsvegar ekki alveg nógu góð og vantaði meiri stöðugleika í hana. En í heildina spilaði liðið ágætlega.


Vonandi nær liðið að byggja ofan á leik sinn gegn Fjarðabyggð með því að ná góðum úrslitum í Víkinni á morgun en þeir hefðu algjörlega átt að skora fleiri mörk gegn Fjarðabyggð þar sem þeir sköpuðu sér feykinóg af færum. Það þarf bara að nýta þau.


Síðustu fimm leikir KA:
12. maí KA 2 - 2 Fjarðabyggð Arnar M, Steinn G
4. maí KA 7 - 6 Þór (vító) Oliver Jaeger, Andri Fannar (víti)
24. apríl KA 1 - 3 HK Haukur Hinriksson
13. apríl KA 7 - 1 KS/Leiftur Steinn G 2, Almarr 2, Norbert, Arnar, Guðmundur
3. apríl KA 3 - 1 Portúgalskt lið Orri, Haukur Heiðar, Almarr

Víkingur R.- KA ,Víkingsvöllur 16:00, sunnudaginn 18. maí

Dómari: Eyjólfur M Kristinsson
Aðstoðardómarar: Oddbergur Eiríksson og Gylfi Már Sigurðsson
Eftirlitsmaður: Eysteinn B Guðmundsson

Aðrir leikir í annarri umferð:
Þór – ÍBV
Fjarðabyggð – Haukar
Stjarnan - KS/Leiftur
Víkingur Ó. – Njarðvík
Selfoss - Leiknir R.

- Aðalsteinn Halldórsson.