Dínó í baráttunni á Víkingsvelli í fyrra
Á morgun, föstudaginn 10.júlí fara KA menn suður og mæta Víkingum í Fossvoginum. Leikurinn hefst klukkan 20:00 á Víkingsvelli. KA menn
í Reykjavík ætla að hita upp fyrir leikinn og hittast á veitingastaðnum á Sprengisandi, Pizza Hut klukkan 19:00. Við hvetjum alla KA menn að
mæta.
Víkingur R. : Víkingum undir stjór Leifs Garðarsonar var spáð 3.sætinu af fyrirliðum og þjálfurum
á fotbolti.net, sætinu fyrir ofan KA. En Víkingum hefur gengið frekar illa á þessu tímabili eins og á því síðasta, en
liðið er í 9.sæti með 9 stig eftir 9 leiki.
Liðið er tölvert breytt frá því í fyrra og er einnig yngra. Liðið missti Ingar Kale og Gunnar Kristjánsson, tvo lykilmenn í
úrvalsdeildina en á hinn bóginn hafa þeir fengið Jökul l. Elísarbetason til baka frá Bandaríkjunum, þrátt fyrir áhuga
frá úrvalsdeildarliðum. Einnig fengu þeir Jakob Spangsberg frá Leikni sem er mikill markaskorari og hefur reynst drjúgur fyrir Víkinga á
þessu tímabili og er markahæstur í þeirra liði en Víkingum vantaði sárlega markaskorara í fyrra. Leifur Garðarsson
þjálfari Víking er á sínu fyrsta tímabili með liðið en þar á undan hafði hann verið aðstoðarþjálfari FH
og þjálfar Fylkis frá árinu 2005 en var látinn fara í ágúst síðastliðinn. Leikurinn er mjög mikilvægur fyrir
Víking því þeir eru aðeins þrem stigum frá fallsæti og með tapi yrðu þeir hreinlega komnir í bullandi fallbaráttu en
með sigri geta þeir jafnað nokkur lið. Í síðasta leik þeirra gerðu þeir jafntefli gegn ÍA á Skaganum.
KA : KA menn eru búnir að vera á mikilli siglingu undanfarið. Þrír sigrar af síðustu fjórum í deild
gerir það að verkum að KA eru í þriðja sæti deildarinnar, tvem stigum á eftir Haukum og fimm stigum á eftir toppliði Selfoss. KA eru eina
taplausa liðið í deildinni og eru búnir að fá á sig langtum fæst mörk, aðeins fimm, en þrjú þeirra komu í 5-3 sigri
á ÍR í síðasta deildarleik. Litlu munaði að KA næðu að komast í vítakeppni gegn Úrvalsdeildarliði Vals á
Vodafonevellinum en Valur tryggður sér 3-2 sigur á 117 mínútu. Vörn KA hefur verið gríðarlega sterk í sumar og sóknin er heldur betur
að koma til en KA menn hafa verið að skora mikið af undanförnu og vonandi að það haldi áfram. David Disztl, sem var töluvert gagnrýndur eftir
fyrstu leiki tímabilsins hefur svo sannarlega hrokkið í gang og er í þriðja sæti yfir markahæstu menn 1.deildar með 6 mörk í 8 leikjum,
svo hefur hann einnig skorað tvö í bikarnum. Gríðalega mikilvægur leikur frammundan þar sem ekkert nema þrjú stig koma til greina hjá
KA.
Víkingur R. – KA, Víkingsvelli kl. 20:00 á föstudaginn !
Dómari: Þorvaldur Árnason.
Aðstoðardómarar: Gylfi Már Sigurðsson og Sindri Kristinsson.
Eftirlitsmaður: Einar K. Guðmundsson
Aðrir leikir í 10 umferðinni:
Þór-Afturelding
Selfoss-Haukar
HK-ÍA
Víkingur Ó-ÍR
Leiknir R-Fjarðabyggð
-Aksentije Milisic