Þessi frábæru fyrirtæki gáfu vinningana að þessu sinni...
Úrslit eru ráðin í fyrstu getraunakeppni KA-Getrauna á þessu tímabili. Gylfi Hans Gylfason varð hlutskarpastur að þessu sinni og
hlýtur hann vegleg verðlaun í boði fyrirtækja á svæðinu fyrir vikið.
Gylfi fór í gegnum þessa fyrstu keppni á sannfærandi hátt og náði bestum árangri tippara fyrstu
fjórar tipphelgarnar af fimm. Hann hlaut 11 stigum fleiri en Gunnar Þórir Björnsson sem varð í öðru sæti.
Nýtt fyrirkomulag var kynnt til sögunnar í vetur og gaf það góða raun. Þátttakendur keyptu þá enska seðilinn í gegnum
sölukerfi KA og fengu þar með keppnisrétt í innanfélagsleikinn þar sem tippað var á sérstakan stórleikjaseðil með öllum
leikjum umferðarinnar úr ensku úrvalsdeildinni auk þriggja annarra stórleikja. Tippurum var þá gert að merkja við einn leik á hverjum
seðli sem þeir töldu sig örugglega vera með réttan og fengu frádregin tvö stig ef sá reyndist ekki réttur. Þetta gaf keppninni
skemmtilegan blæ enda var talsvert um óvænt úrslit síðustu fimm vikurnar. Nægir þar að nefna árangur Chelsea.
Fyrir sigur í þessari fyrstu keppni tímabilsins af fjórum hlaut Gylfi eftirfarandi vinninga:
- Þriggja rétta máltíð fyrir tvo á Hótel KEA Restaurant
- Glæsilega jólagjafakörfu frá Húsasmiðjunni og Blómaval
- Allt gos, malt og jólaöl fyrir hátíðirnar frá Ölgerðinni
- Tíu bíómiða sem gilda í Borgarbíó, Háskólabíó og Smárabíó
- Jólaklippinguna frá Gulla á Hársnyrtistofunni Passion
Heildarverðmæti vinninga er 45 þúsund krónur. Kunnum við þessum fyrirtækjum bestu þakkir fyrir
örlætið.