Úrslitakeppni: 4.fl kvenna með sigur á Tindastól í dag

Margrét Árnadóttir með þrennu
Margrét Árnadóttir með þrennu
í dag spilaði 4.fl kvenna sinn fyrsta leik af 3 í úrslitakeppni 4.fl kvenna. Þær mættu Tindastól á KA vellinum og má segja að þær hafi verið vel tilbúnar í þetta verkefni. Eftir 13 mín komst KA yfir með marki frá Margréti Árnadóttur. Hún náði síðan að bæta við öðru marki á síðust mínútu fyrri hálfleiks
Það tók KA 10 mín í seinni hálfleik að bæta við 3 marki leiksins og var það Margrét Árnadóttir sem fullkomnaði þrennu sína með laglegu marki. KA stelpur hættu ekki þarna og var það síðan Véný Skúladóttir sem skoraði fjórða og síðasta mark KA í leiknum á 64 mín.

Góður 4-0 sigur í fyrsta leik. Á sama tíma vann Fjölnir lið Breiðablik 2, 3-0.

Á morgun Laugardag mæta síðan KA stelpur liði Fjölnis á Akureyrarvelli kl 12:00. Þetta má segja að sé úrslitaleikur riðilsins en liðið sem endar sem sigurvegari í þessum úrslitariðili fer í úrslitariðilinn.

Endilega fá sem flesta til að bera stelpurnar augum á móti Fjölni á morugun.