Úrslitaleikir í Soccerade bikarnum

KA1 spilar til úrslita á Sunnudaginn
KA1 spilar til úrslita á Sunnudaginn
Nú fer Soccerade-mótinu að ljúka og á einungis eftir að leika um sæti. Eins og fram hefur komið þá leikur KA 1 til úrslita á móti Völsungi og KA 2 leikur um 7. sæti á móti Þór 2. Leikur KA og Völsungs fer fram á sunnudaginn en leikur KA 2 fer fram næstkomandi miðvikudag.
Leikur KA 2 átti að fara fram laugardaginn 20. febrúar en þar sem m.fl. KA er að spila í Deildarbikarnum sama dag þá var leikurinn færður fram á miðvikudag.

Hér má sjá alla úrslitaleikina í mótinu.

14.2.2010

Sunnudagur

18:15

Völsungur - KA1

 

1. sæti

14.2.2010

Sunnudagur

20:15

Þór 1 - Dalvík/Reynir

 

3. sæti

17.2.2010

Miðvikudagur

20:15

KA 2 - Þór 2

 

7. sæti

 20.2.2010

Laugardagur

16:15

Draupnir - KS/leiftur

 

5. sæti

21.2.2010

Sunnudagur

16:15

Samherjar - Tindastóll

 

9. sæti

Við hvetjum alla til þess að mæta á völlinn á sunnudaginn og styðja okkar lið til sigur.