Úrslitaleikur KA1 og Þórs1 í Boganum sunnudaginn 5. febrúar

Á morgun, sunnudaginn 5. febrúar  kl. 14.00, verður úrslitaleikur Hleðslumótsins í knattspyrnu í Boganum þar sem mætast KA1 og Þór1. Bæði lið eru ósigruð í mótinu að riðlakeppni lokinni.

Síðast mættust þessi aðallið KA og Þórs á sama vettvangi - í úrslitaleik Soccerademótsins - fyrir um ári og þá hafði KA betur. Ef að líkum lætur verður þetta fyrsti af þremur leikjum liðanna í ár - enda bæði liðin í fyrstu deildinni - og verður athyglisvert að sjá stöðu þeirra á þessum tímapunkti á undirbúningstímabilinu fyrir deildarkeppnina, sem hefst í maí.

Ef að líkum lætur verður leikur nágrannaliðanna á morgun dæmigerður KA/Þórs leikur -  barátta um alla bolta frá fyrstu mínútu til þeirrar síðustu. KA-menn eru hvattir til þess að fjölmenna í Bogann og styðja strákana til sigurs.