Í dag ákvað KSÍ að úrslitaleikur um Íslandsmeistaratitilinn í 5. flokki kvenna í A-liðum verði á Hlíðarenda - heimavelli Vals - nk. sunnudag 4. september og hefst hann kl. 16.00. Valsstelpur taka þar á móti okkar KA-stelpum og vonandi verður það spennandi og áhugaverð viðureign. Allir sannir KA-menn, ættingjar og vinir eru hvattir til að taka frá þennan tíma. Nú fjölmennum við á Hlíðarenda og styðjum stelpurnar duglega. Þær ætla alla leið, en til þess þarf ykkar stuðning!!