Útkall frá 5. flokki kvenna

Pikkara barst þessi frábæri texti hér að neðan rétt í þessu og mikið gladdi þessi sending.  Sendandi er leikmaður í 5 fl kvenna sem á morgun heldur ásamt sínum stöllum í mikla keppnisferð á Símamótið í Kópavogi. 

Reyndar eru það u.þ.b. 70 stelpur sem eru  að fara og með þjálfaragengi og fararstjórum lætur nærri að það séu 130 fulltrúar frá KA sem halda suður á bóginn.  Auðvitað óskum við stelpunum okkar góðs gengis og benda má á að hægt er að fylgjast með hvernig þeim vegnar á Símamótinu með því að fara á síðu unglingráðs, slóðin er  ka.fun.is
Textinn frábæri er hér fyrir neðan.

,,Boðsmiði á stórleik KA-ÍA í kvöld kl. 19.00

Allir krakkar sem eru að æfa með KA ætla að mæta á leik KA og ÍA sem fram fer á Akureyrarvelli kl. 19.00 í kvöld. Gott væri að mæta gulklæddir og með lúðra eða trommur. Hittumst í stúkunni rétt fyrir 19.00 Hvetjum KA liðið til sigurs í kvöld.

Áfram KA Áfram KA Áfram KA Áfram KA."
Engu þarf við þennan texta að bæta.
GN