Veitingastaðurinn Strikið býður manni leiksins út að borða

Gengið hefur verið frá því að veitingastaðurinn Strikið mun bjóða manni leiksins í öllum heimaleikjum liðsins út að borða.

Búið er að velja ákveðana dómnefnd og verða niðurstöður hennar tilkynntar í hátalarakerfi Akureyrarvallar undir lokin á hverjum leik.

Strikið stendur á 5. hæð við Skipagötu 14 þar sem áður var Fiðlarinn en nánari upplýsingar um staðinn er að finna á vefsíðunni www.strikid.is

Fyrsti heimaleikur liðsins er á föstudaginn gegn Þór.