Þór/KA Íslandsmeistari 2012? 4.sept kl 18.00

Íslandsmeistarar 2012 ??
Íslandsmeistarar 2012 ??
Þriðjudagurinn 4. september getur komist í sögubækurnar hjá Akureyringum. Þá eigast við Þór/KA og Selfoss í meistaraflokki kvenna í knattspyrnu á Þórsvelli. Með sigri tryggir Þór/KA sér Íslandsmeistaratitilinn. Þetta yrði þá í fyrsta skipti sem Akureyringar fá Íslandsmeistara í meistaraflokki kvenna í fótbolta.
Þetta er eitthvað sem enginn ætti að láta framhjá sér fara. Vertu partur af sögunni, segðu barnabörnunum í framtíðinni að þú hafi verið á þessum leik. Vertu með, mættu í bláu eða rauðu og kallaðu Áfram ÞÓR/KA.
Leikurinn hefst á Þórsvelli kl. 18.00 þriðjudaginn 4. september og hafa nokkur fyrirtæki á Akureyri tekið sig saman og bjóða frítt á völlinn.