Okkar menn leika í kvöld seinasta leik í fyrri umferð Íslandsmótsins gegn BÍ/Bolungarvík. Leikurinn fer fram á Torfnesvelli og hefst hann kl. 20.00.
Gestgjöfum okkar hefur gengið þokkalega í deild, en þeirra bestu stundir í ár hafa komið í bikarnum þar sem við þeim blasir leikur í undanúrslitum gegn KR. BÍ/Bol er sem stendur í áttunda sæti með þrettán stig, við í tíunda með tíu stig.
Lið frá Vestfjörðum leikur nú í fyrsta sinn í mörg herrans ár í fyrstu deild eftir margar byltur og brölt, nafna breytingar og annað í þeim dúr. Lið þeirra er mannað mörgum erlendum leikmönnum, sennilega eru þeir átta talsins en Guðjón Þórðarsson þjálfari þeirra fór um víðan völl í innkaupum sl. vor. Reyndar var það seinast í sl viku sem þeir bættu við einum erlendum leikmanni til viðbótar. Sjá má á spjallsíðu BÍ/Bol að varnarleikur þeirra hefur valdið vonbrigðum og vissulega má segja að myndbrotum úr leikjum þeirra styðji þessi orð. Vonandi náum við að notfæra okkur þær glufur sem myndast hjá þeim.
Talað er um að erfitt sá að fara vestur og eflaust er það svo, eins og erfitt er að fara á útivelli yfirleitt. Við
þurfum ekki óttast tel ég og nú er lag. Lið gestgjafa okkar hefur tapað tveimur seinustu leikjum í deild. Við eigum góða
möguleika á að bæta þriðja tapi þeirra við, nái okkar lið að sýna sitt rétta andlit. Okkar menn hafa
sýnt hve mikið er í liðið spunnið þó sl. leikir hafi verið erfiðir. Það er hugur í liðinu til þess að
rétta úr kútnum og stefna á sigur í kvöld. Þrjú ótrúlega dýrmæt stig eru í boði og við
þurfum ekki að óttast andsæðinga okkar.
Pikkari telur að við séum okkar hættulegustu andstæðingar og þannig andstæðing er best að sigrast á, þekkjum hann best.
Koma svo strákar vinnum þá!
Heimasíða BÍ /Bolungarvíkur hafa boðið uppá lýsingar frá leikjum þeirra, búast má við að slíkt verið á boðstólunum í kvöld sem er vel. Slóðin er http://www.bibol.is/bein_utsending/
Áfram K.A.