01.08.2012
KA mætir Víking reykjavík í kvöld klukkan 19:00 á Víkingsvelli. Sporttv.is mun bjóða uppá leikinn í beinni útsendingu en
við hvetjum alla þá sem komast á leikinn að gera sér glaðann dag og sjá okkar menn vonandi taka 3 stig af Óla Þórðar og
félögum! Fyrri leikur liðanna fór 1-1 á Akureyrarvelli í maí. Fannar Freyr og Sigurjón, nýju liðsmenn KA verða báðir
í leikmannahópnum í kvöld.