KA-menn sóttu Víkinga heim í 2. umferð 1. deildar karla í gærdag. Aðstæður til knattspyrnuiðkunar voru prýðilegar, veður
nokkuð stillt og þurrt, völlurinn virðist koma ágætlega undan vetri.
Víkingur Reykjavík 3 - 1 KA
1-0 Jón Guðbrandsson ('23)
2-0 Jón Guðbrandsson ('24)
3-0 Jimmy Hoyer ('70)
3-1 Dean Martin ('73)
Rautt spjald: Almarr Ormarsson (KA) ('50)
Umfjöllun á Fótbolta.net
Deildin á KSÍ.is
Sandor
Túfa - Norbert - Janez - Ingi
Dean M. - Guðmundur Ó. - Arnar Már. - Steinn G.
Andri Fannar
Almarr (F)
Varamenn:Steinþór Már, Orri, Haukur Heiðar, Hjalti Már og Þórður Arnar(Steinn G, 70mín).
Víkingar byrjuðu leikinn af miklum krafti og áttu nokkur ágætis færi áður en

KA-menn
létu að sér kveða. Fyrsta færi KA-manna kom á 8. mínútu en þá skallaði Janez hornspyrnu þjálfarans yfir. Dean var aftur
á ferðinni 5 mínútum síðar þegar hann geystist upp hægri kantinn, lék á varnarmann Víkinga og átti góða
fyrirgjöf sem Almarr reyndi að klippa en fyrirliðinn hitti ekki boltann.
Á 14. mínútu fengu Víkingar dauðafæri þegar vinstri bakvörðurinn Hörður Sigurjón Bjarnason slapp einn inn fyrir vörn
KA-manna, hann tók sér heldur mikinn tíma í skotið og Janez náði að hlaupa hann uppi og bjarga á síðustu stundu. Á 16.
mínútu vann Almarr aukaspyrnu sem Norbert setti rétt fram hjá af 25 metra færi.

Á 23. mínútu dróg til tíðinda. Hörður Sigurjón átti góða sendingu upp vinstri vænginn á Gunnar
Kristjánsson sem skallaði boltann fram hjá Túfa og upp að endamörkum og lagði hann svo inn á Jón Guðbrandsson sem stóð einn og
óvaldaður á markteignum og átti ekki í vandræðum með að koma boltanum fram hjá Sandor í markinu, 1-0 fyrir heimamenn. Strax
mínútu síðar misstu KA-menn boltann klaufalega á hættulegum stað, boltinn barst til Gunnars Kristjánssonar á vinstri vængnum, Gunnar
lék á Túfa og lagði boltann út í teiginn á Jón Guðbrandsson sem skoraði með góðu skoti í fjærhornið, 2-0
fyrir Víking. KA-menn virtust slegnir út af laginu við mörkin tvö og áttu í töluverðum erfiðleikum með að spila boltanum á milli
sín það sem eftir lifði fyrri hálfleiks. Víkingar sköpuðu sér þó ekki teljandi marktækifæri og þar við sat, 2-0
í leikhléii.
KA-menn urðu fyrir áfalli strax á upphafsmínutum síðari hálfleiks þegar

fyrirliðinn Almarr fékk að líta beint rautt spjald fyrir að því er virtist slá til Hörðs
Sigurjóns Bjarnasonar en þeir höfðu varið að kljást í innkasti. Það virtist sem brottvísun Almarrs hafi barið KA-menn saman
því þeir tóku leikinn í sínar hendur, héldu boltanum vel innan liðsins og sóttu stíft að marki Víkinga. Víkingar
áttu þó sínar sóknir og á 70. mínútu unnu þeir hornspyrnu sem þeir skoruðu úr, erfitt var að sjá hver
skoraði markið en vallarþulur skráði það á Jimmi Hoyer, 3-0.
Á 72. mínútu fengu KA-menn aukaspyrnu á vítateigshorninu vinstra megin, Andri Fannar tók spyrnuna en ágætt skot hans fór rétt fram
hjá markinu. Tveimur mínútum síðar skallaði Janez fyrirgjöf Dean rétt fram hjá. Á 77. mínútu fengu KA-menn aukaspyrnu
á vítateigshorninu vinstra megin, Dean tók spyrnuna á meðan Ingvar Kale markvörður Víkinga var að stilla upp veggnum og skrúfaði boltann
upp í fjærhornið. Dómarinn hafði ekki sýnt flautuna svo markið stóð, 3-1. Lengra komust KA-menn ekki og sanngjarn sigur Vík

inga staðreynd.
Lið Víkings er sterkt og þeir verða áræðanlega í toppbaráttunni í sumar. KA-menn sýndu það á köflum í
leiknum að þeir geta vel spilað fótbolta. Eitt stig eftir tvo leiki er kannski ekki það sem menn vonuðust eftir en mótið er hvergi nærri
búið. Næsti leikur er næstkomandi föstudag á heimavelli gegn Selfyssingum sem eru með fullt hús stiga eftir fyrstu tvær umferðirnar.
Það er ljóst að þar verður hart barist. Allir á völlinn og áfram KA!
Spjöld:
Víkingur:
Gult: Sinisa Kekic ´42 Jimmi Hoyer ´88
KA:
Gult: Dean ´52
Rautt: Almarr ´50
- Ólafur Arnar Pálsson skrifar úr Víkinni