Vinir Sagga ætla að hita upp fyrir leikinn gegn HK á morgun með því að hittast á veitingastaðnum Bryggjunni og gera sig klára í leikinn
sem fer fram á KA-svæðinu.
Í yfirlýsingu frá þeim segir:
,,Upphitun fyrir KA-HK í bikarnum. Leikurinn fer fram á KA-velli eftir því sem
best er vitað, og ætlum við að hittast á Bryggjunni tímanlega og fá okkur eins og pezzu og eins og mjöð því með. Pizzahlaðborð
á 500 kr og mjöður á 300 kr. Algjört gjafaverð. Allir hvattir til að mæta."
Hefjast herlegheitin um fimm leytið en leikurinn hefst svo 19:15.
Við hvetjum fólk til að mæta með þeim!