Saggarnir upp á sitt besta!
Hinir hressu Vinir Sagga eru tilbúnir í slaginn í sumar. Fyrsti heimaleikur er á föstudaginn og verða þeir að sjálfsögðu þar.
Fyrir þann leik ætla þeir að hita upp á Bryggjunni kl. 17:00, klukkutíma áður en flautað verður til leiks.
Í tilkynningu frá þeim segir:
,,Fyrsti heimaleikur tímabilsins er loksins genginn í garð með allri sinni fegurð. Vinir Sagga hafa fundið sér nýjan
stað til hita upp á, en það er pizzastaðurinn Bryggjan. Pizzahlaðborð og gos með frírri áfyllingu á 500 kr, sem og einn kaldur á 300
kr. Algjört gjafaverð þökk sem Sigga legend. Mætum og gerum allt brjálað.
Áfram KA."
Við hvetjum fólk til að mæta á Bryggjuna með Söggunum og fá sér næringu áður en haldið verður út á
Þórsvöll að þessu sinni þar sem leikurinn fer fram vegna þess að Akureyrarvöllur er ekki klár.