Vinir Sagga með upphitun fyrir Þórsleikinn

,,Upphitun fyrir stórleikinn á móti Þór á pizzastaðnum Bryggjunni. Upphitun hefst stundvíslega kl 17.00, þar sem drykkir verða á tilboði eins og venjulega og pizzahlaðborð á 500 kr. Mætum og gerum allt brjálað líkt og í fyrra," segir í tilkynningu frá hinum hressu Vinum Sagga sem eru stórhuga fyrir leikinn gegn Þór á fimmtudag.


Hvetjum fólk til að mæta með strákunum og halda svo beinustu leið á Akureyrarvöll og að sjálfsögðu allir gulklæddir og klárir að styðja KA-menn til sigurs.