Vinir Sagga, stuðningsmanna klúbbur KA, ætla að grilla á flötinni beint á móti Þórssvæðinu, eða
frjálsíþróttasvæðinu við Skarðshlíð eins og þeir vilja kalla það. Hefst grillið klukkan 17:30 og eru allir KA menn hvattir
til þess að mæta og hita sig upp fyrir leikinn og taka þátt í gleðinni. Öllum verður boðið uppá pylsu og gos. Svo verður
þrammað inn á völl og vinir okkar í þorpinu fá þá vonandi að kenna á því, bæði í stúkunni og
á vellinum. Hægt er að lesa skemmtilega fréttatilkynningu fá Vinum Sagga með því að smella á "Lesa meira".
Eins og riddarar miðalda, halda Vinir Sagga út í óbyggðir til að hita upp fyrir stórleikinn,
leik KA-Þór, sem fram fer á Frjálsíþróttavellinum við Skarðshlíð, miðvikudaginn 22.júlí. Við munum kristna
þessa þórsara og kenna þeim fyrir fullt og allt hvaða lit og lið eigi að styðja. Þetta fer allt saman fram á túninu á móti
frjálsíþróttavellinum út í óbyggðunum sem að ég held að gangi undir nafninu þorpið.
Við munum bjóða flestum sem vilja og eru gulir og Vinir Sagga, upp á pylsur, nýgrillaðar og góðar.
Allir eru því hvattir til að skella sér í road-trip, detta í smá útilegustemningu, styðja KA, kristna nokkrar
þorpara og vinna Þórsara. Herlegheitin byrja hjá Vinum Sagga kl 17.30 eins og áður segjir, og leikurinn sjálfur svo kl 19.15.
Til að útskýra örlítið betur hvar við verðum, þá er þetta túnið á móti Boganum,
hinum megin við Skarðshlíðina, beint á móti frjálsíþróttavellinum við Skarðshlíð. Ef einhverjar spurningar vakna,
endilega bjallið bara á mig.
Áfram KA!
Event fyrir þetta hefur verið gerður á Facebook og er hægt að
smella hér til þess að fá frekari upplýsingar.