Vinir Sagga hita upp fyrir bikarslag

Hluti af hópnum á vellinum í fyrrasumar
Hluti af hópnum á vellinum í fyrrasumar
Hinir bráðfjörugu Vinir Sagga ætla að hita upp fyrir leikinn gegn Aftureldingu á fimmtudagskvöld áður en þeir halda á völlinn og styðja sitt lið til sigurs.

Þeir ætla að hittast á DJ-Grill í miðbænum eins og ævinlega í sumar og verða fyrstu menn mættir kl. 17:00 en tilboð verða á veitingum á staðnum og menn geta því fengið sér eitthvað gómsætt áður en rölt verður yfir á Akureyrarvöll og séð KA-menn leika gegn Aftureldingu.

Við hvetjum alla til að mæta.

Leikurinn sjálfur hefst 18.00.