Vinir Sagga hita upp fyrir leikinn gegn ÍR

Saggarnir eru alltaf hressir
Saggarnir eru alltaf hressir
Vinir Sagga ætla að hita upp fyrir leikinn mikilvæga gegn ÍR á morgun með því að hittast á DJ-Grill í miðbænum.

Áætlað er að hittast kl. 17:30 og rölta síðan yfir á Akureyrarvöll þegar leikurinn hefst kl. 19:15.

,,KA eru eina ósigraða liðið í fyrstu deildinni á þessu season-i og það er um að gera að mæta sem flest til að hvetja liðið áfram og halda því record-i. Allir velkomnir á Grillið!," segir í auglýsingu frá Söggunum.

Með sigri getur KA-liðið komið sér í annað sætið og vonandi mæta sem flestir til að styðja strákana til sigurs í leiknum.