Næsti leikur KA-manna er nágrannaslagur af bestu gerð þegar KA og Þór mætast á Akureyrarvellinum. Baráttan verður ekki minni í
stúkunni og þar ætla Vinir Sagga að sjálfsögðu að hafa betur og byrjar upphitun hjá þeim á veitingastaðnum DJ Grill kl. 17:00.
Vinir Sagga sem og Vinkonur ætla að hittast þá og syngja og tralla áður en haldið verður með skrúðgöngu á Akureyrarvöllinn
þegar um hálftími er í leik.
Tilboð verður á veitingum á staðnum og hvetja Vinir Sagga fólk til að mæta.
Föstudaginn 15. maí, 17:00-18:45 á DJ Grill. Ekki láta þig vanta!