Vinir Sagga ætla að hittast fyrir leikinn í kvöld og hita upp á veitingastaðnum DJ Grill í miðbænum.
Þeir ætla að byrja kl. 17:45 þar en þegar líða fer að leik verður svo rölt yfir á Akureyrarvöll og KA-menn studdir til sigurs.
Leikurinn sjálfur hefst kl. 19:15 og heimasíðan hvetur alla til að mæta annaðhvort með Söggunum á DJ Grill eða þá í
stúkuna og syngja með þeim.