KA-vinnudagur á Akureyrarvelli á morgun - miðvikudaginn 23. maí - sjálfboðaliðar óskast!!

Miðvikudaginn 23. maí frá kl. 16.00 verður vinnudagur KA-manna á Akureyrarvelli. Hafist verður handa við að setja niður sæti í stúku Akureyrarvallar og einnig verða lagðar þökur sunnan syðra marks vallarins. Allar vinnufúsar hendur eru vel þegnar og eru allir stuðningsmenn KA og velunnarar hvattir til að koma í góða veðrinu á Akureyrarvöll - í vinnugallanum - og leggja sitt að mörkum!!!