Vinnudagur aftur í dag á Akureyrarvelli!

Ágætu KA-menn! Við þurfum áfram á liðsinni ykkar að halda í dag á Akureyrarvelli! Við ætlum að mæta kl. 16 og halda áfram þar sem frá var horfið í gær við annars vegar þökulagningu sunnan syðra marksins og hins vegar að setja niður sætin í stúkuna! Ef við fáum góðan hóp fólks förum við langt með þetta verkefni í dag. Sjáumst!