Heimasíðunni barst yfirlýsing frá formanni stuðningsmannafélagsins ,,Vinir Sagga" en þeir eru að undirbúa sig fyrir nágrannaslaginn og
vilja fá hjálp allra KA-manna!
Sælir KA-leikmenn og áhangendur.

Við viljum byrja á að þakka ykkur fyrir frábæran síðasta leik. Ekki amalegt að skella Leikni hérna heima fyrir framan 200 manns, þar sem
allir í stúkunni stóðu sig með prýði!
Það er ekki seinna vænna en að fara toppa núna og einn stærsti leikur ársins á föstudaginn. Það er leikur sem Vinir Sagga ætla
að leggja sig 120% fram í enda þýðir ekkert annað. Þórsararnir eru komnir með stuðningsmannafélag og ætla að reyna að leggja
okkur, bæði á vellinum og í stúkunni. Ég hef engar áhyggjur af leiknum og tel Dean fullfæran um að peppa strákana upp í
nágrannaslaginn en það er stúkan sem ég hef áhyggjur af. Þeir sem mætt hafa á alla heimaleiki sumarsin

s hafa séð okkur (Vini Sagga) þar í toppformi og þeir sem hafa
laggt við hlustir hafa kannski jafnvel lært eitthvað af lögunum. Við erum mjög ánægðir með mætinguna framan af sumri en hún hefur reyndar
aðeins dvínað núna og þá verðum við bara að spíta í og mæta tvíefld til baka. Af þeim 6 leikjum sem Vinir Sagga hafa
mætt á hafa unnist 4 og 2 endað jafntefli. ENGINN heimaleikur hefur tapast í sumar.
Að vísu er þessi Þórsleikur á föstudaginn ekki heimaleikur en næstum því.
Þetta sýnir hversu öflugir áhorfendur geta verið. Ekki bara láta þessa Vini Sagga, þessa 10 stráka ætla syngja allann tímann -
takið undir. Það er ekkert til að skammast sín fyrir. Við erum með textablöð! ef þið þorið ekki að

syngja getiði bara klappað eða raulað.
Á föstudaginn 27. júní verður þetta barátta bæði á vellinum og stúkunni! og viljum við vinna á báðum
stöðum. Til þess þurfum við ykkar hjálp!! ungir sem aldnir. Mætiði á völlinn fyrir leik eða um 7 leytið. Mætiði í gulu
eða bláu ( skiptir ekki máli þó það séu gular buxur, bláir sokkar eða gul húfa). Syngjiði og klappiði með!
Vinir sagga ætla bjóða öllum að hittast með sér á allanum klukkan 17:30 á föstudaginn! öllum sem vettlingi geta valdið. Það
verður setið, rætt málin, sungið og horft á fótbolta þar til klukkan slær 19:00 og þá verður skrúðganga að
Akureyrarvellinum með tilheyrandi hávaða.

Við verðum einnig með Vini Sagga bolina til sölu á staðnum.
F.H vini sagga - með von um FRÁBÆRA mætingu á föstudaginn
Siguróli formaður.
Einhverjar spurningar eða eitthvað í varðandi við Vini Sagga eða bolina eða textana :
25sms@ma.is - 6926646