Í vikunni rúlla Íslandsmótin af stað hjá 5. flokki karla og kvenna og 4.flokki karla.
Fyrstu leikir fara fram í dag þegar 5. kvenna leikur gegn Þór í A- og B liðum en 5. flokkur er með 3 lið og KA2 og KA3 mætast í dag.
Leikur KA og Þórs í A-liðum hefst klukkan 15:00, í B-liðum hefjast báðir leikir klukkan 15:50, allir leikirnir fara fram í Boganum.
Á morgun sækir 5.flokkur lið KA3 Hvöt á Blönduósi heim hefst sá leikur klukkan 17:00.
5. flokkur kvenna leikur síðan annan leik á föstudaginn á Sauðárkróksvelli, en þar leikur A og B1 liðið við heimastúlkur,
A-leikurinn hefst klukkan 17:00 og B leikurinn strax á eftir eða klukkan 17:50.
4. flokkur karla fer svo af stað á laugardaginn og heldur í langferð til Fjarðabyggðar og leikur við Fjarðabyggð í höll þeirra sem
nefnist að sjálfsögðu Fjarðarbyggðarhöllin. B liðið leikur klukkan 15:00 og A-liðið 16:30.
í dag
5.flokkur kvenna A-lið: KA - Þór (Boginn) klukkan 15:00 Úrslit: 2-0
5.flokkur kvenna B-lið: KA - Þór (Boginn) klukkan 15:50 Úrslit: 10-2
KA2-KA3 (Boginn) klukkan 15:50 Úrslit:2-4
Á morgun
5.flokkur Karla: Hvöt - KA3 (Blönduósvelli) klukkan 17:00 Úrslit: 3-2
Föstudaginn 27.maí
5.flokkur kvenna A-lið: Tindastóll - KA (Sauðárkróksvelli) klukkan 17:00
5.flokkur kvenna B-lið: Tindastóll - KA (Sauðárkróksvelli) klukkan 17:50
Laugardagurinn 28.maí
4.flokkur karla A-lið: Fjarðarbyggð/Leiknir - KA (Fjarðarbyggðarhöll) klukkan 16:30
4.flokkur karla B-lið: Fjarðarbyggð/Leiknir - KA (Fjarðarbyggðarhöll) klukkan 15:00
ÁFRAM KA