Yngriflokkaráð boðar til blaðamannafundar

Yngriflokkaráð knattspyrnudeildar KA hefur boðað til blaðamannafundar n.k. þriðjudag kl. 14.00 Mikil leynd hefur verið yfir þessum fundi og því ekki vitað hvað ráðið er að fara að kynna. Þó er vitað að von er á erlendum aðilum á fundinn. Heimasíða KA mun fylgjast með og koma með fréttir af fundinum strax að honum loknum.