08.01.2023
Íslenska landsliðið í knattspyrnu lék í dag vináttuleik við Eistland en leikið var á Estadio Nora í Portúgal og fóru leikar 1-1. Nökkvi Þeyr Þórisson lék sinn fyrsta A-landsleik en KA átti tvo fulltrúa í hópnum en það eru þeir Nökkvi og Bjarni Mark Antonsson
08.01.2023
Margrét Árnadóttir hefur skrifað undir samning við ítalska félagið Parma Calcio 1913 en liðið leikur í efstu deild á Ítalíu. Samningurinn er til að byrja með til sex mánaða og gildir út núverandi leiktíð en í samningnum er möguleiki á eins árs framlengingu
03.01.2023
Sveinn Margeir Hauksson skrifaði í dag undir nýjan samning við knattspyrnudeild KA og er nú samningsbundinn félaginu út árið 2025. Þetta eru stórkostlegar fréttir enda Sveinn Margeir algjör lykilmaður í liði KA sem tryggði sér þátttöku í Evrópukeppni á komandi sumri
29.12.2022
Jóhann Mikael Ingólfsson skrifaði í dag undir sinn fyrsta leikmannasamning hjá knattspyrnudeild KA en samningurinn er til þriggja ára. Jóhann sem er aðeins 15 ára gamall er gríðarlega efnilegur markvörður sem er að koma uppúr yngriflokkastarfi KA
27.12.2022
Leikmenn meistaraflokks KA í knattspyrnu gerðu heldur betur góðverk fyrir jól þegar strákarnir komu færandi hendi á barnadeild Sjúkrahússins á Akureyri. Strákarnir höfðu safnað saman fjórum ísskápum, örbylgjuofn, spjaldtölvu sem og hina ýmsu drykki til að fylla á kælana
18.12.2022
KA mætti Tindastól í öðrum leik liðsins í Kjarnafæðimótinu í Boganum í gær en KA liðið hafði unnið 6-0 sigur á Þór 2 í fyrsta leik sínum og mættu strákarnir af sama krafti í leik gærdagsins
10.12.2022
KA hóf leik á Kjarnafæðismótinu í gær er strákarnir mættu Þór 2 en liðin leika í A-riðli. Efsta liðið fer áfram í úrslitaleik mótsins og því mikilvægt að byrja mótið vel og það gerðu strákarnir okkar svo sannarlega
09.12.2022
Fótboltinn fer aftur að rúlla þegar Kjarnafæðismótið hefst í kvöld með nágrannaslag þegar KA og Þór 2 mætast klukkan 19:00 í Boganum. KA er ríkjandi meistari á mótinu og verður áhugavert að sjá hvernig strákarnir mæta til leiks í fyrsta æfingaleiknum
03.12.2022
Meistaraflokkur karla í knattspyrnu stendur fyrir skemmtilegum jólabolta dagana 21. og 22. desember næstkomandi fyrir hressa stráka og stelpur í 4., 5. og 6. flokk. Ýmsar skemmtilegar æfingar verða í boði ásamt leikjum og keppnum sem ættu að koma öllum í rétta gírinn fyrir jólin
25.11.2022
Hólmar Örn Rúnarsson kemur inn í þjálfarateymi meistaraflokks KA í knattspyrnu sem og 2. flokss karla en hann skrifaði undir tveggja ára samning við félagið í dag og er því samningsbundinn félaginu út sumarið 2024