27.09.2022
Andri Fannar Stefánsson framlengdi í dag samning sinn við knattspyrnudeild KA út sumarið 2024. Andri sem er 31 árs gamall miðjumaður er uppalinn hjá KA en auk þess að spila með liðinu gegnir hann stóru hlutverki í þjálfun yngriflokka hjá félaginu
23.09.2022
Knattspyrnudeild KA hefur samið við Hallgrím Jónasson um að taka við þjálfun meistaraflokks karla næstu þrú árin af Arnari Grétarssyni. Hallgrímur hefur verið leikmaður KA frá árinu 2018 og aðstoðarþjálfari liðsins frá 2020.
21.09.2022
Sveinn Margeir Hauksson var í dag valinn í U-21 árs landslið Íslands sem undirbýr sig fyrir umspilsleiki gegn Tékklandi fyrir lokakeppni EM 2023. Þetta er frábært tækifæri fyrir okkar mann og ansi spennandi verkefni framundan
19.09.2022
Hallgrímur Mar Steingrímsson bætti enn eitt félagsmetið hjá KA í 0-1 sigrinum á Val á dögunum en hann er nú leikjahæsti leikmaður KA í efstu deild með 128 leiki
19.09.2022
KA vann glæsilegan 0-1 útisigur á Val í lokaumferð Bestu deildarinnar fyrir úrslitakeppnina að Hlíðarenda í gær. Þessi frábæri árangur liðsins í sumar er um margt sögufrægur en fjölmörg félagsmet féllu í sumar
12.09.2022
Sigurmark Hallgríms Mars Steingrímssonar í glæsilegum 2-1 sigri KA á Breiðablik í gær var 500. mark KA í efstu deild. Markið kom á 88. mínútu úr vítaspyrnu og var 43. mark Hallgríms í efstu deild fyrir KA og er hann markahæsti leikmaður KA í deild þeirra bestu
05.09.2022
Nökkvi Þeyr Þórisson er á leið í læknisskoðun hjá belgíska liðinu Beerschot. Félögin hafa komið sér saman um kaupverð og ef allt gengur að óskum hjá Nökkva mun hann ganga til liðs við belgíska félagið fyrir lokun gluggans í Belgíu annað kvöld
01.09.2022
Það er komið að stærsta leik sumarsins til þessa þegar strákarnir sækja FH heim í undanúrslitum Mjólkurbikarsins klukkan 17:00 í dag. Það má búast við svakalegum leik og hvetjum við alla sem geta til að mæta í Hafnarfjörðinn í dag
26.08.2022
FH og KA mætast í undanúrslitum Mjólkurbikarsins fimmtudaginn 1. september að Kaplakrika í Hafnarfirði og bjóðum við upp á hópferð á leikinn. Einungis kostar 2.500 krónur að fara í ferðina og hvetjum við ykkur eindregið til að nýta ykkur þetta kostaboð
24.08.2022
Vetrarstarfið í fótboltanum hefst föstudaginn 2. september. Flokkaskiptin hjá árgöngum 2008 og yngri eiga sér þá stað fyrir utan þau lið sem eru enn í úrslitakeppnum. Þjálfarar setja inn á Sportabler æfingaplan fyrir þá iðkendur sem enn eru á Íslandsmóti