06.02.2021
Daníel Hafsteinsson hefur gert 3 ára samning við knattspyrnudeild KA. Danna þarf ekki að kynna fyrir KA-fólki enda uppalinn á KA-vellinum og verður virkilega gaman að fá hann aftur heim og sjá hann klæðast gulu treyjunni á nýjan leik
06.02.2021
Annað Stefnumót vetrarins fer fram í Boganum í dag og leika þar listir sínar strákar og stelpur í 6. flokki. Fyrsta Stefnumót vetrarins fór fram um síðustu helgi er 7. flokkur spreytti sig og tókst það afar vel og stefnum við á að halda áfram þar sem frá var horfið
05.02.2021
Einar Ari Ármannsson skrifaði í dag undir tveggja ára samning við knattspyrnudeild KA. Einar Ari sem verður 18 ára í mars næstkomandi er gríðarlega efnilegur markvörður og var nýverið valinn í æfingahóp U18 ára landsliðs Íslands í knattspyrnu
05.02.2021
KA mætti Dalvík/Reyni í lokaleik sínum í riðli 1 í Kjarnafæðismótinu í gærkvöldi. Fyrir leikinn hafði KA unnið 6-0 sigur á KF og 5-1 sigur á Þór 2 og dugði því jafntefli gegn liði Dalvík/Reynis til að tryggja sér sæti í úrslitaleik mótsins
04.02.2021
KA leikur lokaleik sinn í riðli 1 á Kjarnafæðismótinu í knattspyrnu í kvöld er liðið mætir Dalvík/Reyni klukkan 20:30 í Boganum. KA sem hefur unnið sannfærandi sigra á KF og Þór 2 til þessa tryggir sér sigur í riðlinum með stigi eða sigri í kvöld og þar með sæti í úrslitaleiknum sjálfum
01.02.2021
Steinþór Már Auðunsson er kominn aftur heim en þessi stóri og stæðilegi markvörður hefur skrifað undir tveggja ára samning við knattspyrnudeild KA. Steinþór sem verður 31 árs í febrúar gengur til liðs við KA frá Magna á Grenivík þar sem hann hefur spilað undanfarin ár
01.02.2021
Birgir Baldvinsson skrifaði á dögunum undir nýjan samning við knattspyrnudeild KA og er nú samningsbundinn félaginu út árið 2023. Á sama tíma skrifaði hann svo undir lánssamning hjá Leikni Reykjavík en hann lék einnig á láni þar síðari hluta síðasta tímabils
01.02.2021
Knattspyrnudeild KA samdi í dag við Belgann Jonathan Hendrickx. Jonathan er 27 ára varnarmaður sem kemur til liðs KA frá Lommel í Belgíu
30.01.2021
Fyrsta Stefnumót vetrarins fer fram í Boganum í dag og leika þar listir sínar strákar og stelpur í 7. flokki. Það er ljóst að það er mikil eftirvænting hjá krökkunum að fá að spreyta sig á þessu skemmtilega móti þó kringumstæðurnar séu aðeins öðruvísi
29.01.2021
Kjarnafæðismótið í knattspyrnu er í fullum gangi og í kvöld leika bæði KA og Þór/KA í Boganum. Athugið að engir áhorfendur eru leyfðir á leikjunum en þess í stað verða báðir leikir í beinni á KA-TV og því um að gera að fylgjast vel með gangi mála