Fréttir

Bikarúrslitaleikur 3. flokks kl. 11:30 í dag

Þór/KA/Hamrarnir leika gegn Fylki í bikarúrslitum 3. flokks kvenna klukkan 11:30 á Würth vellinum í Árbænum í dag. Stelpurnar hafa verið frábærar í sumar og ætla sér klárlega að enda tímabilið á bikar!

Bættu hlaupatæknina og náðu alla leið!

Yngriflokkaráð KA í knattspyrnu stendur fyrir metnaðarfullu hlaupatækninámskeiði fyrir iðkendur fædd 2005-2008 dagana 8. til 16. október næstkomandi. Þetta er frábært tækifæri fyrir metnaðarfulla iðkendur til að bæta hlaupatæknina sína og fá öðruvísi nálgun í vegferðinni í að ná alla leið!

Úrslitaleikur 3. flokks C á morgun kl. 16:30

KA og ÍA/Skallagrímur mætast í hreinum úrslitaleik um Íslandsmeistaratitilinn í 3. flokki karla C á KA-vellinum á morgun, laugardag, klukkan 16:30. Strákarnir hafa verið magnaðir í sumar og ætla sér þann stóra!

Útileikur gegn Breiðablik kl. 18:00

KA sækir Breiðablik heim á Kópavogsvöll klukkan 18:00 í Pepsi Max deild karla í dag. Leikurinn er liður í 14. umferð deildarinnar en var frestað vegna þátttöku Blika í Evrópukeppni. Liðin léku bæði á sunnudaginn síðasta og eiga svo aftur leik næsta sunnudag og því leikið þétt um þessar mundir

Brynjar Ingi framlengir við KA út 2023

Brynjar Ingi Bjarnason framlengdi í dag samning sinn við Knattspyrnudeild KA og er hann nú samningsbundinn félaginu út sumarið 2023. Þetta eru gríðarlega góðar fréttir enda hefur Brynjar verið frábær í vörn KA í sumar og á svo sannarlega framtíðina fyrir sér

Frábær sigur KA á Seltjarnarnesi

KA fór langleiðina með að tryggja sér áframhaldandi veru í efstu deild með 2-4 útisigri á Gróttu á Seltjarnarnesi í dag. Með sigrinum lyfti liðið sér upp í 8. sætið og á leik til góða á ÍA sem er í 7. sætinu

Mikið undir hjá Gróttu og KA í dag

KA sækir Gróttu heim í Pepsi Max deildinni klukkan 16:15 á Vivaldi vellinum í dag. Það má heldur betur setja leikinn upp sem sex stiga leik en fyrir leikinn eru heimamenn í Gróttu í fallsæti með 8 stig en KA er með 16 stig og hefur auk þess leikið einum leik færra

Sex stiga leikur í Krikanum hjá Þór/KA

Þór/KA sækir FH heim í hreinum sex stiga leik í fallbaráttunni í Pepsi Max deild kvenna í fótboltanum. Eftir erfitt gengi að undanförnu eru stelpurnar staðráðnar í að koma sér aftur á beinu brautina og það hefst í dag

Ívar Örn framlengir við KA út 2023

Ívar Örn Árnason framlengdi í dag samningi sínum við Knattspyrnudeild KA og er hann nú samningsbundinn félaginu út sumarið 2023. Þetta eru ákaflega jákvæðar fréttir enda er Ívar öflugur varnarmaður og ekki síst frábær karakter sem gefst aldrei upp

Myndir frá snjókomujafntefli KA og HK

KA tók á móti HK á Greifavellinum í gær í Pepsi Max deild karla. Gestirnir komust yfir snemma leiks en Almarr Ormarsson tryggði KA-liðinu jafntefli með þrumuskoti fyrir utan teig er 10 mínútur lifðu leiks