28.01.2021
Í dag voru tilkynntir æfingahópar hjá U15 ára landsliðum karla og kvenna í knattspyrnu þar sem KA og Þór/KA alls 13 fulltrúa í hópunum. Að eiga svona marga öfluga leikmenn í æfingahópunum er ansi góður stimpill fyrir yngriflokkastarfið okkar og spennandi tímar framundan
27.01.2021
Elvar Máni Guðmundsson skrifaði í gær undir sinn fyrsta leikmannasamning við knattspyrnudeild KA en hann fagnaði einmitt 15 ára afmæli sínu á sama tíma. Hann gerði gott betur en að skrifa bara undir fyrsta samninginn því hann lék einnig sinn fyrsta meistaraflokksleik er KA vann KF í gærkvöldi
27.01.2021
KA lék sinn fyrsta leik í Kjarnfæðismótinu í gær er liðið mætti KF í Boganum. KF hafði leikið einn leik þar sem liðið vann 2-1 sigur á Þór 2 en það varð fljótt ljóst að gestirnir ættu lítið í sterkt lið KA sem mætti af krafti inn í leikinn
26.01.2021
KA á tvo fulltrúa í æfingahópum U17 og U18 ára landsliðum Íslands í knattspyrnu en þetta eru þeir Björgvin Máni Bjarnason og Einar Ari Ármannsson. Björgvin Máni er í U17 hópnum og Einar Ari í U18 hópnum en bæði landslið munu æfa fyrir sunnan 1.-3. febrúar næstkomandi
26.01.2021
Þá er komið að fyrsta leik KA á Kjarnafæðismótinu er mætir KF í Boganum klukkan 19:20 í kvöld. Liðin leika í riðli 1 á mótinu en auk KA og KF leika þar Þór 2 og Dalvík/Reynir. Liðið sem vinnur riðilinn leikur svo til úrslita gegn sigurvegaranum í riðli 2
21.01.2021
Knattspyrnudeild KA samdi í dag við Belgann Sebastiaan Brebels. Sebastiaan er 26 ára miðjumaður sem kemur til liðs KA frá Lommel í Belgíu
17.01.2021
Undirbúningstímabilið í fótboltanum er farið af stað og klukkan 15:00 hefur Þór/KA leik á Kjarnafæðismótinu þegar liðið mætir Fjarðabyggð/Hetti/Leikni í Boganum. Þetta er fyrsti leikur liðsins frá því að keppni í sumar var aflýst
16.01.2021
Framundan eru úrtaksæfingar hjá U17 og U19 ára landsliðum kvenna í knattspyrnu og eru alls fjórar úr Þór/KA boðaðar á æfingarnar. Æfingarnar fara fram dagana 25.-27. janúar næstkomandi í Skessunni í Hafnarfirði
15.01.2021
Dagana 20.-22 janúar næstkomandi eru úrtaksæfingar hjá bæði drengja- og stúlknalandsliðum Íslands í knattspyrnu skipuð leikmönnum 16 ára og yngri. Þór/KA á þrjá fulltrúa kvennamegin og svo eru tveir frá KA í drengjaliðinu en æfingarnar fara fram í Skessunni í Hafnarfirði
06.01.2021
Ýmir Már Geirsson framlengdi í dag samningi sínum við knattspyrnudeild KA um tvö ár og njótum við því áfram krafta þessa öfluga miðjumanns. Ýmir sem er 23 ára gamall er uppalinn hjá félaginu og hefur leikið alls 34 meistaraflokksleiki í deild og bikar