15.08.2020
Eftir rúmlega tveggja vikna stopp er komið að næsta leik hjá KA þegar liðið sækir sterkt lið Vals heim á Origo vellinum klukkan 16:00 í dag. Fyrir leikinn er Valur á toppi deildarinnar með 19 stig eftir 9 leiki en KA liðið er með 8 stig eftir 8 leiki
31.07.2020
ÍBV sló KA útúr Mjólkurbikarnum í framlengdum leik á Greifavellinum í gær. Engir áhorfendur voru leyfðir á leiknum vegna Covid-19 ástandsins og var því ansi sérstakt andrúmsloft á vellinum. Egill Bjarni Friðjónsson ljósmyndari var á leiknum og býður hér til myndaveislu frá hasarnum
30.07.2020
KA og ÍBV mættust í dag í 32-liða úrslitum Mjólkurbikarsins á Greifavellinum á Akureyri. Engir áhorfendur voru á leiknum sökum reglna yfirvalda vegna Covid 19 faraldursins. Gestirnir úr ÍBV fóru með sigur af hólmi 1-3 eftir framlengingu.
30.07.2020
Athugið að vegna Covid-19 stöðunnar verða áhorfendur ekki leyfðir á leik dagsins. Aðeins starfsmenn á leiknum og stjórnarmenn félaganna mega vera viðstaddir. Minnum á að leikurinn verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og því ekkert mál að fylgjast með gangi mála
29.07.2020
Þór/KA komst aftur á sigurbraut þegar liðið vann afar góðan 2-1 sigur á KR á Þórsvellinum í gær. Fyrir leikinn voru liðin jöfn að stigum og því ansi mikilvæg stig í húfi. Enda varð úr að leikur liðanna var hörkuspennandi og því ansi sætt að stelpurnar skyldu ná í stigin þrjú að lokum
28.07.2020
Þór/KA tekur á móti KR í Pepsi Max deild kvenna í dag klukkan 18:00 á Þórsvelli en fyrir leikinn eru liðin jöfn í 5. og 6. sæti með 7 stig og má því búast við hörkuleik
27.07.2020
Leikur KA og KR í gær á Greifavellinum var dramatískur í meira lagi og voru strákarnir hársbreidd frá því að leggja Íslandsmeistarana að velli. KA-liðið skoraði að því er virtist löglegt mark sem var síðar dæmt af auk þess sem vítaspyrna fór í súginn
26.07.2020
KA og KR mættust í dag í 9. umferð Pepsi Max deildarinnar á Greifavellinum á Akureyri. Leiknum lauk með markalausu jafntefli en dramatíkin var allsráðandi á lokakafla leiksins.
26.07.2020
Það er heldur betur stórleikur á dagskrá í dag þegar KA tekur á móti Íslandsmeisturum KR á Greifavellinum klukkan 16:00. Leikir liðanna undanfarin ár hafa verið stál í stál og má svo sannarlega búast við hörkuleik í dag
25.07.2020
Þór/KA tók á móti Fylki í Pepsi Max deildinni í gær en búist var við hörkuleik og það varð heldur betur raunin. Okkar lið hafði fyrir leikinn tapað þremur leikjum í röð í deildinni eftir flotta byrjun en gestirnir úr Árbænum voru í 3. sætinu og voru ósigraðar