Fréttir

KA mætir Fylki í æfingaleik í dag

Það er heldur betur farið að styttast í hasarinn í Pepsi Max deildinni í sumar og til að koma sér í gírinn tekur KA á móti Fylki á Greifavellinum í dag klukkan 15:00. Þetta er fyrsti æfingaleikur liðsins eftir að Covid-19 barst til landsins og verður gaman að sjá hvernig standið á liðinu er

Styrktu KA með áskrift að Stöð 2 Sport!

Til að bregðast við breyttu umhverfi í íslenskri knattspyrnu vegna núverandi aðstæðna í íslensku samfélagi hafa KSÍ, ÍTF og Stöð 2 Sport ákveðið að bjóða upp á lausn sem bæði aflar félögum í Pepsi Max deildunum nýrra tekna og eflir umfjöllun um deildirnar

Ásgeir framlengir út sumarið 2022

Ásgeir Sigurgeirsson skrifaði í dag undir nýjan samning við Knattspyrnudeild KA og er hann nú samningsbundinn félaginu út sumarið 2022. Þetta eru frábærar fréttir enda Ásgeir gríðarlega öflugur leikmaður sem hefur átt mikinn þátt í uppgangi KA-liðsins undanfarin ár

Aðalfundur Þórs/KA verður 14. maí

Aðalfundur Þórs/KA fyrir starfsárið 2019 verður haldinn í Hamri fimmtudaginn 14. maí og hefst hann klukkan 19:00. Á dagskrá verða venjuleg aðalfundarstörf og hvetjum við að sjálfsögðu alla sem áhuga hafa til að mæta og kynna sér stöðuna á kvennastarfinu okkar

Fjögurra ára samningur við Bautann/Rub23

Knattspyrnudeild KA og Bautinn/Rub23 skrifuðu í dag undir nýjan styrktarsamning sem mun gilda til næstu fjögurra ára. Bautinn/Rub23 hefur verið öflugur bakhjarl deildarinnar og erum við afar þakklát þeim fyrir áframhaldandi samstarf sem mun skipta miklu máli í knattspyrnustarfinu

Styrktu KA og horfðu á íslenskar íþróttir!

Til að bregðast við breyttu umhverfi í íslenskri knattspyrnu vegna núverandi aðstæðna í íslensku samfélagi hafa KSÍ, ÍTF og Stöð 2 Sport ákveðið að bjóða upp á lausn sem bæði aflar félögum í Pepsi Max deildunum nýrra tekna og eflir umfjöllun um deildirnar

Aðgerðaráætlun N1 mótsins vegna Covid-19

N1 mót KA hefur verið haldið á hverju ári frá 1987 og verður engin undantekning á því í ár. Mótið mun hefjast miðvikudaginn 1. júlí og ljúka laugardaginn 4. júlí eins og áætlað var en með þeim fyrirvara að ekki komi upp bakslag í aðgerðum almannavarna

Dómaranámskeið á vegum KDN og KSÍ

Knattspyrnudómarafélag Norðurlands og KSÍ standa fyrir dómaranámskeiði mánudaginn 11. maí klukkan 19:30. Námskeiðið verður haldið í sal Einingar-iðju að Skipagötu 14 og kennari er Þóroddur Hjaltalín

Knattspyrnudeild KA þakkar stuðninginn!

Knattspyrnudeild KA þakkar ykkur kærlega fyrir veittan stuðning í þessum skemmtilegu Facebook-áheitum sem þið hafið sett af stað á síðastliðnum dögum. Framtak sem þetta hjálpar okkur vissulega á þessum erfiðu tímum sem við nú öll erum að ganga í gegnum

Fyrsti þáttur af Topp 5 í fótboltanum

Nýr hlaðvarpsþáttur hefur hafið göngu sína þar sem Pétur Heiðar Kristjánsson og Siguróli Magni Sigurðsson fá til sín góða gesti og fara yfir hina ýmsu topplista er tengjast knattspyrnuliði KA frá árinu 2000 til dagsins í dag og ber þátturinn nafnið Topp 5