Fréttir

KA á 7 fulltrúa í liðum ársins hjá Blakfréttum

KA átti ótrúlegt tímabil í blakinu í vetur þar sem karla- og kvennalið félagsins unnu alla þá titla sem í boði voru. Blakfréttir.is birtu í gær úrvalslið sín yfir veturinn og má með sanni segja að leikmenn KA hafi verið þar ansi sýnilegir en alls á KA 7 fulltrúa í liðunum, 4 karlamegin og 3 kvennamegin

Mateo Castrillo framlengir við KA um 2 ár

Blakdeild KA hefur gert nýjan tveggja ára samning við Miguel Mateo Castrillo og mun hann því áfram leika lykilhlutverk í karlaliði KA auk þess að þjálfa kvennalið félagsins. Þetta er stórt skref í áframhaldandi velgengni blakdeildar KA en karla- og kvennalið félagsins unnu alla titla sem í boði voru á nýliðnu tímabili

Helena og Mateo best á lokahófi blakdeildar KA

Lokahóf blakdeildar KA fór fram í kvöld þar sem deildin fagnaði ótrúlegum vetri þar sem karla- og kvennalið KA unnu alla titla sem í boði voru. Afrekið er sögulegt en aldrei áður hefur sama félagið unnið alla titla karla- og kvennamegin á sama tímabilinu

Myndaveisla frá Íslandsmeistaratitli KA í blaki karla

Karlalið KA í blaki varð Íslandsmeistari á dögunum er liðið vann HK í svakalegum oddaleik í KA-Heimilinu. Leikurinn var jafn og spennandi og fór á endanum í oddahrinu þar sem KA liðið reyndist sterkara. Með sigrinum var því ljóst að KA er handhafi allra titla í blakinu bæði í karla- og kvennaflokki og er þetta annað árið í röð sem KA er þrefaldur meistari karlamegin

Strákarnir kláruðu tímabilið með ótrúlegum sigri

KA vinnur ótrúlegan 3-2 sigur á HK og tryggir sér um leið Íslandsmeistaratitilinn í blaki karla! Strákarnir eru því þrefaldir meistarar annað árið í röð og leika því eftir magnað afrek kvennaliðs KA, takk fyrir ótrúlegan stuðning kæru KA-menn

Íslandsmeistaratitill karla í húfi í kvöld!

Nú er röðin komin að körlunum en KA og HK mætast rétt eins og hjá konunum í gær í hreinum úrslitaleik í KA-Heimilinu klukkan 19:30 í kvöld. KA er Deildar- og Bikarmeistari á þessu tímabili auk þess sem liðið er ríkjandi Íslandsmeistari og klárt mál að strákarnir ætla sér þann stóra í kvöld

Myndaveisla frá Íslandsmeistaratitli KA í blaki kvenna

KA tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn í blaki kvenna í fyrsta skiptið í sögunni er liðið vann sannfærandi 3-0 sigur á HK í hreinum úrslitaleik liðanna um titilinn í KA-Heimilinu í gær. Stelpurnar unnu einnig sigur í Bikarkeppninni og Deildarkeppninni og eru því þrefaldir meistarar 2018-2019

KA þrefaldur meistari í blaki kvenna!

KA tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn í blaki kvenna í dag er liðið vann sannfærandi 3-0 sigur á HK í hreinum úrslitaleik um titilinn. Stelpurnar áttu líklega sinn besta leik í vetur fyrir framan troðfullt KA-Heimili og tryggðu fyrsta Íslandsmeistaratitil KA í blaki kvenna

Stelpurnar ætla sér titilinn í dag!

Það er hreinn úrslitaleikur um Íslandsmeistaratitilinn í blaki kvenna í KA-Heimilinu í dag klukkan 16:00 þegar KA og HK mætast í fimmta skiptið í einvíginu um titilinn. Stelpurnar eru Deildar- og Bikarmeistarar og þurfa á þínum stuðning að halda til að hampa fyrsta Íslandsmeistaratitlinum í blaki kvenna í sögu KA

HK knúði fram hreinan úrslitaleik kvennamegin

HK tók á móti KA í fjórða leik liðanna í baráttunni um Íslandsmeistaratitilinn í blaki kvenna í Fagralundi í kvöld. Rétt eins og í síðasta leik hefði KA tryggt sér titilinn með sigri en HK var að berjast fyrir lífi sínu og þurfti sigur til að halda einvíginu gangandi